annars stigs bruni, busaball og kærastadót

ja hérna hér. er ég að standa mig í blogginu? nei!

en ég skal reyna að bæta úr því núna þar sem tölvan hans Einars er komin úr viðgerð :D

það sem á daga mína hefur drifið síðustu vikur er margt og mikið. ég er hætt að leygja þar sem ég var aldrei þar heldur bara dótið mitt. er búin að vera hjá einari næstum alla dagana sem við erum búin að vera saman svo hann vildi að ég segði upp leigunni og kæmi alfarið til hans og ég gerði það :) erum ennþá að koma okkur fyrir því hann var að fá nýtt og stærra herbergi og það er búið að taka okkur hálfan mánuð að setja upp tvö ljós :p letiblóð eða já? við höfum reyndar mjög góða afsökun: vinnutíminn okkar er þannig að við vökum og vinnum á nóttinni/morgnanna og sofum því á daginn og þá gefst ansi lítill tími fyrir eitthvað svona.

svo á fimmtudaginn tókst mér að brenna mig í vinnunni! ég var að þrífa bakaraofnana en brenndi mig samt ekki á hitanum heldur á efninu sem ég var með. baneitraður andskoti! er ekki sátt. var send uppá spítala að láta skola þetta og búa um sárin sem voru á báðum handleggjum og alveg frá úlnlið og upp að olnboga! þetta var ekkert smá! en núna er þetta allt á réttri leið :)

fór svo í smáralind á fimmtudaginn með einari og ég keypti tvo boli og eitthvað body spray með rosalega góðri jarðaberja lykt :p elska það! svo fórum við á þarna Born myndina og það var nú bara mesta furða hvað mér fannst hún góð, Einar þurfti bókstaflega að draga mig inn en svo var hún bara mjög góð :)

á föstudagskvöldið fór ég á busaballið á skaganum. byrjaði á að fara á skagann að versla í matinn og kaupa mér buxur sem kostuðu 12 þúsund kall! halló sko. sókti svo erlu sætabrauð og dörrt dúllurass og við fórum heim og svo kom guðdís gellubaun ;D drukkum, borðuðum og spjölluðum og höfðum bara ótrúlega gaman. takk fyrir komuna ;* svo skutlaði mamma okkur á ballið og vá!     það var svooooooooooooooooooo gaman!

ekkert smá langt síðan ég skemmti mér svona vel! hitti líka fuuuuuuullt af fólki sem ég hef ekki hitt í allt sumar! það var yndislegt. ég og erla vorum þær einu sem héldum út allt ballið :D svo kom mamma að sækja mig og við fórum í skútuna og rúntuðum smá og fórum svo heim að sofa, var orðin frekar þreytt þar sem ég var búin að vaka í 24 klukkutíma takk fyrir!

vaknaði svo bara í gær og var eitthvað að dúlla mér þar til einar, biggi og sunna komu að sækja mig og við fórum á skagann og fórum svo hvalfjörðin og gerðum margt skemmtilegt þar :D rúntuðum aðeins og svo fór ég og einar bara heim að sofa. er eiginlega bara nývöknuð núna og er mikið að spá í að fara upp í bakarí og ræna mér einni köku :p er svo svöng í köku :p  

læt þetta duga í bili. verið nú dugleg að kommenta ;D 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu ég ætla sko að kommenta. Þó svo að stærðrfræði kunnátta mín þurfi að vera í góðri notkun til að geta vistað kommentið,, summan af átta& sjö.. Piff ;)

En allavega ÆÐISLEGT KVÖLD :D Bara takk fyrir mig enn og aftur ;*. Ægilega gaman að hitta þig & VIÐ fengum svo mikið BEIL frá stelpunum, entust báðar í hvað 40min og hin kannski í klst !  Öshh ;) hehe.. en flott blog stelpa og ég bara sé þig :*

erla sætabrauð ;) (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 16:53

2 identicon

HÆÆÆÆ:d:d:d long time no see;);) ekki gott að þú hafir verið að brenna þig::S:S en láttu þér batna og ég heyri í þér bráðum... verðum að fara að gera eitthvað skemmtilegt;))

Gunna Mæja (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 16:58

3 identicon

vááá klikkkkað gaman að hittta þig ;*********

váá veður að koma oftar á skagnn !!

en hver er esssi einar ;;)

InGuNn ;D :** (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

Einar er kærastinn :p  hann er að læra að verða bakari, alveg eins og ég :D   

Guðbjörg Þórunn, 4.9.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband