ég er núna búin að vera í jólaskapi í mánuð! ótrúlegt. fór í húsasmiðjuna um daginn og keypti mér eitt jólaskraut og er búin að spila þvílíkt magn af jólalögum. svo erum við byrjuð að baka fyrir jólin í vinnunni og bara allt að gerast. byrjuð að kaupa jólagjafir, að vísu bara eina en það er þó byrjunin :p
ég er svo ótrúlega mikið jólabarn og ef ég fengi ráðið væru jólin 2x á ári! :D
annars er allt gott bara. er á fullu í vinnunni og í línudansinum! talandi um dansinn. var á balli í gær, geðveikt gaman. byrjuðujm á að dansa í brúðkaupi, fórum svo á ruby tuesday, í partý og svo á ballið. klaufarnar eða eitthvað þannig voru að spila, svo söng birgitta haukdal (my old idol) nokkur lög og líka einhver dönsk gella. dansaði í einhverja 4 tíma og fór svo með rútunni heim að kúra hjá einari þar til hann fór í vinnuna fyrir mig :p hann er svo mikið æði ;*
er að fara að sjá óvitana á akureyri 23 nóvember. pabbi splæsti flugi á dömuna svo ég þarf að hafa litlar áhyggjur af veðrinu. er búin að fá hann til að koma með mér á skauta og svo ætla ég að kíkja aftur í jólahúsið. of snemmt að fara þangað þegar ég fór síðan. passar engan veginn að skoða jóladót í maí eða eitthvað, hvenær sem ég fór nú síðast.
en erla, það eru víst ekki bara óléttar konur sem geta orðið kviðslitnar! sigþór er það líka :p hehe. svo kannski varstu kviðslitin eftir allt saman :p hehe
læt þetta duga í bili. kommentið nú ÖLL! :D
Athugasemdir
ÉG VISSI ÞAÐ !!!
eeeen neiii þú og Sigurbjörg misses alvitrar þrættu fyrir það, gerandi grín af manni í tíma og ótíma !! Össhhh ég lýð ekki svona ! :D
eeeen I FEEL BETTER NOW THAT I WAS RIGHT ! :D
en ji ég er sammála þér með jólaskapið.. Undafarin ár hef ég bara EKKERT farið í jólastuð ekki einu sinni á jólunum sjálfum.. En núna er ég alveg komin í gírinn, get ekki beðið eftir að fara að baka og skreyta húsið og hlusta á jólalög.. Keyra um Akranes og bæjinn að versla jólagjafir og öll jólaljósin eru komin á göturnar.... Aaaaaahhhhh :)
en heyrðu ég læt þetta gott heita venan.. við bara sjáumst á förnum vegi :D bleessaður kollegi :*
erla dúbbadóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 18:34
varstu búin að sjá videoin af hálfvitunum á síðunni minni ?
Hulda (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.