Færsluflokkur: Bloggar

mér leiðist

mér leiðist svo hrikalega að ég ætla að blogga þó svo ég sé bara búin að fá eitt komment við síðustu færslu. 

var bara að vinna í kvöld, það var alveg fínt.  var svo langa vakt með Valdísi, svo tókum við smá rúnt og svo skutlaði hún mér heim, eða þið vitið uppá vist :)  er núna bara að bíða eftir að æðislegi herbergis félaginn minn hún Erla sendi mér sms! þá fer ég labba til hennar á Galito :) 

er að hlusta á  Bass hunter / Boten Anna    fínasta lag :p

en útí allt annað.

 

í dag erum við Gísli búin að vera saman í 2 mánuði! :D og er þetta búinn að vera dásamlegir 2 mánuðir :**

 

en eini vinur minn í augnablikinu virðist vera næturvörðurinn hérna á vistinni. hann er sá eini sem nennir að tala við mig! kom áðan úr vinnunni og hann stoppaði mig og byrjaði að spjalla og við töluðum saman í dágóða stund, aumingja hann að þurfa að vaka alla nóttina. myndi ekki meika það :/    svo það er spurning hvort ég skelli mér framm?   ahh nenni því ekki, ætla frekar að vera hér og drekka kókið mitt og láta mér leiðast :)   það er nauðsynlegt stundum.

 læt þetta gott heita, Erla fer vonandi að verða búin að vinna.

5 komment takk! =)


.

hér sit ég ein og mala,

hef engan við að tala.

ætti ég að sækja bala

og fara bar'að gala?

 

 

Erla er enn að vinna,

svo hér er ég að spinna.

ég þarf þó tvinna,

ef þessu á ekki að linna.

 

á ég að fara gráta?

eins og lítil hnáta,

ef ég fæ ekki að máta,

föt sem eru fyrir skáta.

 

sjitturinn hvað ég er góð í þessu maður :p hahahaha.   gott merki um það að mér leiðist?
 hmm já held það :p

 

var bara stutta vakt svo hér er ég, alein og yfirgefin því Erlus perlus er að vinna, piiiiff.

labba samt á móti henni á eftir, ætlum aðeins í sjoppuna. ætla samt ekki að kaupa mér neitt. Erla ætlar bara að óhollustast eitthvað :p  

eitt sem ég skil ekki í sambandi við þessa heimavist. afhverju virkar ekki webcam hérna?  mitt hefur amk ekki virkað síðan ég kom hingað. speeees? jább frekar.

 Sirrý mín er á spáni!  hvað á það að þýða að skilja mig eftir á kalda íslandi?  þó það sé nú ágætis veður núna sko.  en hún er búin að kaupa pakka handa mér :D  úúúú ég geti ekki beðið eftir fimmtudeginum því þá ætlar hún að koma ;D  vona bara að ég verði ekki dáin því það á að rífa úr mér tvær tennur um morguninn! :o      hlakka alls ekkert til. ég verð eins og ég veit ekki hvað!  ojjbara.

Gísli er bara mother fucking piece of shit að vera flytja í bæinn!  mér finnst það bara ekkert gaman að hann skuli vera að fara!  en ég fæ engu um þetta ráðið, gjössovel búðu í Hvergilandi og hittu mig sjaldan :)  

æ ég er eiginlega dottin úr ritstuði eftir síðustu málsgrein, skiljanlega kannski. hmm.

hættu þessu væli Guðbjörg!

 

Reyndi í dag, þriðja daginn í röð að ná á tölvu kelluna í fjölbraut en hún var ekki við. ekki frekar en fyrri daginn!  skil ekki alveg málið sko.  ég vil fá netið almenninlega því ég er búin að borga fyrir það!   og hana nú :D

en hei ég gleymdi að segja ykkur um daginn þegar ég var að passa fyrir kelluna að henni finnst ég vera alveg eins og angelina jolie! eða hvernig sem það er skrifað.  er það ekki rugl? henni finnst við líta alveg eins út, vera með eins varir og tala eins. mér finnst það ekkert nema rugl og vitleysa, hmm.  

jæja. komið gott. Erla fer að verða búin að vinna. og já það er svarta myrkur úti :O  tótallý þúst ég veitiggi :p hahahahaha

 pirraða Guðbjörg kveður

 

komment!


helgarfrí

slapt blogg mæ es.  ég blogga þó næstum því á hverjum degi en ekki þú :*

dagurinn í dag var skemmtilegri en í gær, var lengur í tímum og svona. fékk aftur heimanám í íslensku. og svo í stærðfræði en er búin með það bæði :D  æðivei :p

 

fór svo í bókabúðina og keypti mér eina möppu í viðbót. 

er svo að fara vinna á eftir og ætla að vinna langa vakt því þá er ég stutta á morgun og hinn :p 

en já langt blogg segiði. hmm.

 

busa ballið er á föstudaginn í næstu viku.  er að spá í að fara annaðhvort í gallapilsinu eða nýja pilsinu :p  veit ekki hvort.

 

Óli og Sigurjón eru í heimsókn hjá okkur Erlu. svaka stuð. er svo auvitað að smsast við Gísla minn sem er aleinn og yfirgefinn uppá venus :* æ æ :p  

 

ég er gaaaaltóm. bara sorry. kannski verða bloggin innihaldsmeiri þegar líða tekur á fjölbrauta lífið :)

 

kommeeeeeeeeeent! =)


24.08.06

Vil byrja á að óska Stebba til hamingju með daginn :*  orðinn 20 ára kjéllinn, öss ;D

en að deginum í dag.  hann var bara ágætur, soldið mikið hangs en það lagast fljótlega. vorum aðalega bara að fá námsáætlanir og þannig í dag.

mér gekk bara ágætlega að rata, þetta kemur fljótt held ég :p 

ég er alveg ótrúlega tóm eitthvað, hmm....

fór í bókabúðina áðan og keypti mér einhverjar bækur sem mig vantaði og kostaði það mig rúm 13 þúsund!! halló sko.  en svona verður þetta bara að vera.

ætla svo að éta á galito með Erlu í kveld :) 

jæja, ætla ekki að reyna að finna eitthvað meira til að skrifa, er eitthvað svo pirruð. kanski því ég fékk heimanám fyrsta daginn? hmm, er reyndar búin með það :)

skrifa kanski bara aftur í kvöld :)


fjölbrautingur :p

góðan daginn og gleðileg jól

 

þá er lífið byrjað aftur,  skólasetningin var í morgun og það var bara alveg ágætt, er með ágæta stundatöflu, eyða á fimmtudögum og svona :p  

fór svo til tannsa og það kostaði mig 6000 krónur! halló sko, á ekki bara að setja mig á hausinn eða?  fór svo og keypti skólabækur og þær kostuðu 16 þúsund rúmar.  svo ég er búin að eyða slattaa í dag.

 fer svo aftur til tannsa í næstu viku og þá ætlar hann að rífa úr mér TVÆR tennur! þarf svo að fara í 3 kennslustundir eftir það!  held ég eigi eftir að deyja. ykkur öllum er boðið í jarðaförina.  fer svo aftur einhverntíman og þá rífur hann aðrar tvær úr!  ég verð samt ekki tannlaus eins og sumir héldu ;)  fullorðins tennurnar eru komnar hjá þremur og fjórða er á leiðinni :)

jæja, farin að setja þessar blessuðu skólabækur ofaní tösku.

komment! =)


Viltu ekki bara fara í fjarnám? hahahaha :p

held ég sé að breytast í svefnburku.  sofnuðum eitthvað um 3 held ég í nótt og vöknuðum svo um 10 í morgun, gísli fór og ég sofnaði eftir svolitla stund. hrökk svo upp klukkan 12:57! halló sko, dreif mig frammúr og gerði mig klára því mamma kom að sækja mig klukkan hálf 2.  keyrði á skagann og fór í skagaver að kaupa appelsínu. 

fórum svo uppí fjölbraut, þvílíkt völundarhús!  fórum inní einhvern fundarsal og bjóst ég við svona hmm 5 manneskjum mest 10. neinei þetta voru 20-30 starfsmenn! allir mættir útaf mér! góðan daginn og gleðileg jól hugsaði ég nú bara. mamma talaði nú, ég hefði örugglega ekki meikað það. en svo spurði starfsfólkið mig útí eitthvað sem það vildi vita betur og ég svaraði þeim.  ég get ekki lýst því hvað ég er ánægð með viðbrögðin hjá þeim. þau vilja allt fyrir mig gera og eru boðin og búin að gera hvað sem er til þess að mér líði sem best og finni fyrir öryggi en sé ekki alltaf á nálum útaf ofnæminu. öllum hönskum verður skipt út og teyjan á hlífðardýnunni á rúminu mínu verður klippt af! pennar með gúmíi í eldhúsinu verða fjarlægðir og ég veit ekki hvað. ég fæ líka að sleppa íþróttum, þarf bara að fara í þetta bóklega sem ég er líka alveg sátt með.

leyfði svo húsverðinum að sprauta adrenalíni í appelsínu, honum fannst það ekkert mál, þótt mér finnist það frekar erfitt.

jæja, má ekkert vera að þessu. er að pakka, búin að pakka niður fötunum og búin að merkja þau meira segja! nananabúbú á undan  ykkur ;D fékk nefnilega þvottanúmer í dag, fékk meira að segja að velja og ég valdi mér þá frábæru tölu 1.   er líka búin að pakka niður samlokugrillinu og diskum og öllu þannig, svo ég er bara að legga loka höndina á þetta, enda eru nú bara 20 tímar í að ég fari :p

 

haldið bara áfram að kommenta! =)


peningar og disel

eftir vinnu í gær fékk ég mjög svo undarlegt símtal, ég kannaðist ekkert við númerið. svo kom í ljós að þetta var kona sem vinnur á hróa, þekki hana nú minna en ekki neitt, eða gerði það amk ekki þegar hún hringdi. hún var að biðja mig um að passa og myndi borga mér 5000 kall fyrir smá stund, ég var þó efins því mamma var á leiðinni að sækja mig en ákvað svo að passa. ég fékk jú auðvitað 5000 kallinn og gott betur en það!  hún gaf mér disel gallajakka, mjög flottur. hann kostaði hvorki meira né minna en 23 þúsund! Þögull sem gröfin  ég var nú ekki alveg að meika það en hún talaði mig til svo ég tók hann :p  stuttu seinna kom hún með disel gallabuxur handa mér! ég hugsaði nú bara hvað væri í gangi sko, hún var nú ekki orðin full.  mér fannst þær svo geðveikt flottar að ég tók þær og þær smell passa :D  passaði svo bara í einhverja 2 tíma rúmlega, svaf samt bara þarna. svo það má segja að ég hafi fengið um 40 þúsund fyrir þessa stuttu pössun!  hell yeah Svalur fékk líka töff gloss, glært með glans ;D  úllalaaa.

 

vann svo stutta vakt áðan, fékk mér bragðaref og rúntaði með mömmu og fór svo heim og er bra að bíða eftir Gísla :) 

fer svo á fund í fva á morgun og held áfram að pakka niður :)

þrjátján komment og þið fáið blogg! =) neinei bara nokkur :p


lýsing, fundur og brend tunga!

skellti mér í klippingu í dag og er ekki frá því að kellan hafi tekið ca helminginn af hárinu mínu! hún setti alveg bööööööööns af styttum og örfáar ljósar strýpur ofaná. er alveg sátt með klippinguna en hefði viljað fleiri strýpur, en svona er þetta :)

þurfti svo að drífa mig uppá hróa því ég átti að fara vinna eftir korter, skaust í shell og fékk mér kjötloku og át hana einntveirogbingó og brendi mig auðvitað! vann svo bara stutta vakt og fór svo heim. 

enívei

fer á fund í FVA á mánudaginn útaf ofnæminu. þarf að kynna eldhús mellunum fyrir ofnæminu, sem og skólastjórum og vistarstjóra, þvottakellunni og einhverjum fleirum. en ætli ég láti ekki mömmu um að tala, ég verð bara svona uppá skraut og tjái mig ef ég hef þörf fyrir því :p

 

ég er alls ekki að nenna blogga.  fáið bara myndir af nýja lúkkinu í staðin :p

 

4 komment og þið fáið blogg! =)  jebb bara 4 núna ;D


5 dagaar =D

þetta er alveg að skella á :) 

 

var að vinna í gær eftir 4 daga frí :D  ekki það að ég hafi tekið mér frí sko, átti bara helgarfrí og svo er ég bara að vinna á miðvikudögum.  það var samt ekkert að gera fyrst, við vorum þrjár svo við vorum mest bara að chilla en svo fór Erna og þá komu einhverjar sendingar og þá þurfti Eva að fara með þær og þá var ég bara ein eftir! það var allt í lagi svona fyrst, en svo á sama tíma var pizza að koma útúr ofninum, 7 kallar eða eitthvað í salnum og síminn hringdi!  ég ákvað að fara fyrst í salinn, neinei heltu þeir þá ekki niður kóki líka! baaahh. en ég lét það bara bíða. tók pöntun, fór og tók pizzuna úr ofninum, síminn var hættur að hringja svo ég þurfti ekki að pæla í því, gerði pöntunina og þurrkaði svo upp kókið :)  er svo stolt af mér ;)  

 

ætla svo að slappa af í dag bara. horfa á nágranna og pakka kannski aðeins meira niður :) 

 en listinn fer nú að verða búinnþ

-fara í klippingu og litun, á morgun

-millifæra launin mín inná Landsbanka kortið mitt

 

þetta með launin þarf ekkert endilega að gerast, bara betra að vera með smá inná því ef kortinu mínu yrði stolið þá er allur peningurinn minn farinn. því ég er með allt inná kb kortinu.

 

5 komment og þið fáið blogg! =)


ný veska!

jebbsídú

~"~"~

fór uppí Ölver seinni partinn í gær. það var dásamlegt. tóku allar svo vel á móti mér og líka þær sem ég hef aldrei séð áður. voru ófá knúsin sem ég fékk þegar ég kom og fór í gær :)    kom reyndar á óheppilegum tíma, þær voru allar að fara í eða úr heita pottinum. en það reddaðist svosem alveg. talaði bara við starfsfólkið á meðan :)  heyrði svo sögur af atburðum sumarsins, borðaði kvöldmat með starfsfólkinu og var svo með á kvöldvöku :D það var æðiiiiii, söng og trallaði sem aldrei fyrr, líkt og ég gerði þegar ég var sem stelpa í flokk :)  ég hef ekkert minna gaman af þessu núna heldur en ég gerði þegar ég mætti fyrst. þetta er alltaf jafn dásamlegt.  svo sótti mamma mig og ég kvaddi alla en Sólrún gleymdist víst :/ svo sorry :***   

-------

fór svo á skagann í dag að verslast. keypti samlokugrill og ostaskera fyrir vistina. endurnýjaði svo skólatöskuna. keypti mér bláa puma dösku :) og blýpenna og stílabækur og svona. keypti m.a stílabók fyrir örvhenta! jebb i'm proud of it so show it!  mér finnst hún samt snúa frekar asnalega en ég er örvhent svo hananú :p  fór svo í Nínu og keypti mér tvö pör af skóm, *flautflaut* mamma borgaði þá en svo keypti ég einn bol, hann er grænn og stendur á honum FBI. female body inspector. svo líka vesku, rauða meira segja. mér finnst hún töff. er komin með nett ógeð af því bleika. er búin að vera með það nánast á hverjum degi eða þ.e.a.s þegar ég fer eitthvað.  fórum svo bara heim og ég byrjaði aðeins að pakka fyrir vistina því ég verð að vinna um helgina. 

------- 

wellwell. ætla taka aðeins til hérna. herbergið mitt er eins og ég veit ekki hvað!  fer svo í borgarnes á eftir :)

 ~"~"~

5 komment og þið fáið blogg! =)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband