Færsluflokkur: Bloggar
er ekki frá því að ég sé komin með spennuhnút í magan :p aðeins vika í vistina :)
á eftir að gera nokkra hluti áður en skólinn byrjar:
-fara í klippingu og litun, panta tíma á eftir
-kaupa skólatösku og þannig stuff
-millifæra launin mín inná Landsbanka kortið mitt
-kaupa samlokugrill
-kaupa smá föt
-láta mér hlakka enn meira til??
jebbs, smotterí sem ég á eftir að gera, stefni á öll innkaupin um helgina sem og klippinguna.
eruði með hugmyndir um hvað ég á að gera við hárið? klippa mikið af? lítið? ljóst, dökkt, svart undir? og ég veit ekki hvað og hvað.
en útí önnur mál.
skil nú ekki hvað ég er að gera vakandi, fór að sofa uuu ég man ekki, eitthvað að verða 5 held ég. öss. er nú samt bara í gúddí fíling að hlusta á Dont stop me now með Queen! :p Jóhann sendi mér það um daginn, það er gebbað töff lag :p
hei já! ég steingleymdi að segja ykkur merkan viðburð í lífi mínu! þegar ég byrjaði að skúra á hróa þá þurfti ég líka að setja í þvottavélar og þurrkara og svona. en gallinn var sá að ég kunni það ekki baun. mér fannst t.d ekkert athyglisvert að setja gólfmoppur og tuskur og viskastykki saman í vél :) en ég var leiðrétt um það. en ég setti semsagt í mína fyrstu vél um daginn :D merkilegt nokk.
ég djúpsteikti líka fisk í fyrsta sinn í vinnunni á föstudaginn. þannig var þetta að Maren þurfti að fara í próf og þá var ég bara ein og það komu útlendingar og vildu fisk og hamborgara. ég bað nú bara Guð um að hjálpa mér. hvernig í ósköpunum átti ég að geta djúpsteikt fisk og steikt hamborgara og franskar í einu? en ég var auðvitað skynsöm eins og alltaf og byrjaði á fisknum, svo hamborgurunum og svo frönskunum :p og þetta heppnaðist bara mjög vel :p ég er mjög stolt af mér eftir þessar lífsreynslur tvær :p
jæja, er þetta ekki bara komið gott? :p
5 komment og þið fáið blogg! =)
Bloggar | 14.8.2006 | 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
ójáááá!!! ég er hætt að skúra á hróa :D hell yeahh!!
ég get ekki sagt það hversu ánægð ég er sko, var að verða nett brjáluð á þessu sko. ég kvarta svosem ekki þegar ég fæ launin ;)
en já eftir vinnu í gær þá fór ég bra og sótti dótið mitt og fór svo heim og svo í borgarnes, og er þar núna og fer heim á morgun.
og já eitt, ég kemst bara inn á staði þar sem er 18 ára aldurstakmark ef ég er í flegnum bol! fórum á dússabar í gær en neeeei ég var rekin út, pottþétt því ég var í hettupeysu :p haha.
hugshugs
10 dagar í að við flytjum Erla! :D ég get ekki beðið sko :D:D þetta verður svo gaman :p
en ef þið pælið í því hvað er stutt síðan við byrjuðum í skóla, mér finnst svo stutt síðan ég byrjaði í heiðarskóla og þekkti ekki neinn :p haha það var spes :p
en já. veit ekki hvað ég á að segja meira. blogga bra þegar ég kem heim eða eitthvað, veit aldrei hvað ég á að blogga um þegar ég er í þessu blessaða borgarnesi :p
5 komment og þið fáið blogg! =)
Bloggar | 12.8.2006 | 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
bara farið að reka á eftir manni að blogga ha? þú ert nú ekki búinn að blogga síðan í júlí ;)
en já Björg, msnið mitt er gubba90@hotmail.com ;)
fór heim áðan því mamma á afmæli í dag, gaf henni hring og ilmvatn og kellan var bra mjög ánægð með það :p kom svo aftur heim til Gerðu vinkonu mömmu áðan, en fer svo alveg heim á morgun. jebbs síðasti skúridagurinn er á morgun :D vaaaá hvað ég get ekki beðið, eftir ca 17 tíma verð ég komin í 4 daga frí :D újééééééééé
ég fer nú samt strax í borgarnes býst ég við. loksinns komin í helgarfrí og Gísli líka svo ég eyði helginni í borgarnesi eða eitthvað. amk með Gísla :)
fékk launaseðilinn minn í gær, fékk 101 þúsund í júli ! ! ! :D fékk 30 þúsund útborgað um miðjan mánuðinn og svo 65 þúsund núna um mánaðamótin síðustu, svo var 5 þúsund kall tekinn af mér í lífeyrissjóð og eitthvað þannig. ég á þessi laun nú alveg skilið finnst mér. er búin að vinna á hverjum einasta degi í 2 og hálfa viku. byrjaði á miðvikudaginn 27 júlí held ég og er búinn að vera vinna dag eftir dag síðan, uppí 11 tíma á dag. horfði stolt á stimpil kortið mitt í morgun, stimplað í alla reiti og tvöfalt á mið og föstudögum geri aðrir betur ;)
jæja, ég nenni ómögulega að finna meira till að blogga um
5 komment og þið fáið blogg! =)
Bloggar | 10.8.2006 | 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
jájá ég er víst búin að vinna svo eins gott að blogga :p
það var bara fínt í vinnunni, ekki of mikið að gera því það var ekki hlaðborð og þurfti ekki að senda mat uppá Grundartanga, svo það var aðeins rólegra.
djúpsteikingar potturinn var samt á móti mér í morgun, hann var endalaust stíflaður og tók hann tæpan klukkutíma að tæmast! sem tekur vanalega svona hmm korter. svo á meðan það lak úr honum skúraði ég og þreif pönnuna.
er núna að deyja úr þreytu, var alltaf að vakna í nótt svona loksinns þegar ég sofnaði, það tók mig margar aldir.
ætla bara að leggja mig á eftir og fara svo í sturtu og malla mér svo eitthvað til að éta. gott plan ha? jámm held það.
15 dagar í að ég standi nokkurnvegin á eigin fótum með henni Erlu minni. vá þetta verður spennandi og gaman ;D ræktin verður stunduð hægri vinstri ;)
jæja, er alveg að sofna hérna.
5 komment og þið fáið blogg! =)
Bloggar | 7.8.2006 | 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
haldiði að ég hafi ekki skorið mig all hressilega á puttanum á föstudaginn? var að fara út með ruslið og ýtti undir einn pokann og þá heyri ég svona rífi hljóð og kippi hendinni frá og þá byrjar strax að fossblæða. hljóp inn og setti plástur en það blæddi bara í gegnum hann! og það hætti ekki að blæða fyrr en um nóttina. og mér er enþá íllt í puttanum!
verð að drífa mig, vinnan byrjar eftir 22 min.
takið sem ég fékk í bakið um daginn segir verulega til sín, hélt ég dræpist í gærkvöldi þegar ég stóð uppúr sófanum! afhverju þarf alltaf allt að koma fyrir mig?!? arrg.
jæja, blogga betur þegar ég er búin að vinna.
Bloggar | 7.8.2006 | 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
var að þrífa djúpsteikingarpottinn í morgun og fékk þetta svaka tak í bakið sem háði mér það sem eftir var af vaktinni! var að reyna skúra og ég meiddi mig í annari hverri hreyfingu hérumbil, æ æ greyið guðbjörg farin að væla!
ég er farin að pirra mig ansi mikið yfir þessum auka vöktum sem ég er að taka, ég geri alltaf það sem ég á að gera á þeim tíma sem ég hef og þótt ég segi sjálf frá finnst mér ég gera það vel. svo er ætlast til að ég geri allt á sömu mínútuni. að vera á fullu frá 8-14 rúmlega er ekki létt skal ég segja ykkur, ég sest næstum aldrei niður. þetta væri mun betra ef ég fengi pásu frá hmm 10-10:15 og frá 13-13:10, þótt þetta yrði ekki löng pása myndi hún bjarga mér alveg, aðeins að setjast niður og borða! það vill oft sitja á hakanum þegar ég er að vinna. stundum borða ég ekkert nema eins og t.d um helgar síðast kl 4 heima og fer svo að vinna hálf 6 og borða ekkert fyrr en ég er búin að vinna rúmlega 10, og þá er mér byrjað að svima og verða flökurt og ég verð bara ómöguleg. en vá þessi færsla er bara væl, en svona er bara líf mitt þessa dagana og þið verðið bara að sætta ykkur við það eða hætta lesa :)
en það eru nú bara 5 dagar eftir :D:D:D:D:D:D:D:D:D
ætla aðeins að kúra mér og skella mér svo í vinnuna . . . . AFTUR!
5 komment og þið fáið blogg! =)
Bloggar | 4.8.2006 | 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
ég er farin að fá fkn verki í hnén útaf þessu vinnu rugli mínu! er ekki lengur bara þreytt í fótunum heldur komin með verki og það er hell!
en ég reyni að líta á björtu hliðarnar, bara 6 skúridagar eftir! =D hlakka svo til.
sumarið er samt að verða búið, skúra í næstu viku, fer heim í viku og svo opnar vistin! og hvað er ég búin að gera í sumar? hmm, vinna, vinna, passa passa passa passa passa passa, vinna vinna, vinna í ölver, vinna vinna, og já vinna. ég ætla mér samt til afa, amk eina nótt. hef ekki hitt hann síðan í fermingunni minni sem var árið 2004!
jæja, Bones byrjað á stöð 2, ótrúlegt enn satt er ég byrjuð að fylgjast með öðrum þáttum en nágrönnum =) gúdgúd
5 komment og þið fáið blogg! =)
Bloggar | 3.8.2006 | 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
jebbs haldiði að kellan sé bara ekki búin að hækka í launum eftir aðeins 4 mánaða vinnu! ég er mjög ánægð með það =)
slapp heim rétt fyrir hálf 3 áðan alveg uppgefin, settist ekkert niður í morgun og ég er að meina það. það var svo mikið sem þurfti að skera niður og svo komu menn að setja upp aðra gosvél svo þeir töfðu fyrir mér! og tóku þar af leiðandi af mér pásuna mína sem mér veitir sko af!
ætla svo rétt að vona að fólk verið gott við mig í kvöld og panti sér ekki pizzu! ég vil komast heim klukkan 10 og vera sofnuð um 11 takk fyrir. eftir 2 daga get ég sofið út tvo morgna eins langt og ég vil því ég skúra ekki á morgnanna um helgar, það er bara skúrað á kvöldin, mér til mikillar ánægju =D
allavega, hlakka til að fá launaseðilinn minn svo ég geti séð svart á hvítu hvað ég er rík ;) hoho
5 komment og þið fáið blogg!
Bloggar | 2.8.2006 | 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
það held ég nú. eftir að ég fór á skagann hef ég ekki nennt að blogga baun í bala, en hef ekkert að gera núna svo ég ætla reyna skrifa eitthvað.
~''~''~
það eru 3 neglur eftir! :O hinar eru allar brotnar og ógeðslegar, ekki alveg eins og ég ætlaði mér en ég fæ mér bara aftur seinna neglur. má ekki vera að því núna því ég er að vinna svo mikið.
---
fór á föstudaginn og náði í nýjar ofnæmissprautur og borgaði 3400 krónur fyrir þær! á ekki bara að setja mann á hausinn fyrir að vera með ofnæmi?!? þeir sem verðleggja ofnæmissprauturnar hugsa örugglega já hún getur keypt svo lítið af fötum og dóti, látum hana þá bara borga mikið fyrir ofnæmissprauturnar sem hún þarf að nota eeef hún fær ofnæmiskast! ég er viss um það.
---
Mammsla ætlar að visita mig á eftir. get ekki annað sagt en að mig hlakki til að fá kelluna í heimsókn. er ekki búin að vera heima síðan á Þriðjudaginn, semsagt í 6 daga. og fer líklegast ekki heim fyrr en á föstudaginn í næstu viku því þá er síðasti skúringadagurinn minn og ég er í fríi þá helgi.
ætla slappa af alla þarnæstu helgi, er að vinna núna um versló svo ég ætla að slappa af helgina eftir. er heldur ekki búin að vinna á markaðnum síðustu tvo sunnudaga vegna þreytu og vinnu á hróa. er að pæla í að láta mömmu hringja í kelluna og segja að ég geti bara ekki verið á markaðnum lengur. ég fer bráðum að byrja á dagvöktum og svo er skólinn að fara byrja og svona og ég verð bara að eiga mér smá líf :)
~''~''~
ætla leyfa ykkur að sjá hvað ég þarf að gera á hróa þegar ég kem á morgnanna
- taka alla olíu úr djúpsteikinga pottinum og þrífa hann
- skrúbba pönnuna og skafa hana svo
- setja allt fitudót í uppþvottavélina
- þvo svo vélina og setja nýtt vatn í hana
- skúra take away-ið, salinn og eldhúsið
- kveikja á eldavélinni
- ryksuga
- stóla niður
- fylla á alla kæla
- gera hlaðborðið klárt
- vaska upp
- drulla mér heim
þetta lítur kannski út fyrir að vera svaka auðvelt en það er það ekki. sérstaklega á miðvikudögum, því þá er ég líka að vinna á kvöldin. svo þá er ég bæði að vinna í hádegis og kvöld mats törninni. sem getur verið aaaafar strembið stundum.
en úr einu í annað
---
er að hlusta á fréttirnar, þær eru í tv-inu frammi. það var einhver gaur sem beit part úr eyra á einhverjum dj á skemmtistað einhversstaðar! halló, hvað er málið. hlustaði svo á eitthvað á fm 95,7 í morgun og þá sagði Heiðar Austmann að þessi gaur hafi bara verið svo svangur og mælti með að veitingastaðirnir ættu að opna fyrr svo greyið maðurinn þurfi ekki að borða eyru :p soldið spes :)
---
jæja, segjum þetta gott. kommentið nú :)
~''~''~
Bloggar | 31.7.2006 | 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
er núna að vinna eins og ég veit ekki hvað á hróa! byrjaði á því í gær og það endar 14 ágúst! hjálp!
vinn alla virka daga frá 8-14 án þess að setjast niður nema kannski í 2 min í mesta lagi. en eins og gærdagurinn, þá þurfti ég líka að vinna um kvöldið því það var mitt kvöld og vann ég þá í 11 og hálfan tíma! vann fyrst í 6 og hálfan tíma, fór þá útí búð með vinkonu mömmu og lagði mig smá og fór svo og vann í 5 tíma. kom heim uppgefin og var sofnuð um 11 ! er það nú líf ha?
ætla svo að sofa út um helgina að það er ekki eðlilegt sko! klukkan er núna hálf 6 og ég hætti að vinna kl tvö í dag og ég er enn aum í fótunum!!! allamalla.
gelneglurnar mínar eru að hrynja af eins og þær fái borgað fyrir það! og þær brotna sko alveg uppí kviku! ekki alveg það þægilegasta.
ég er tóm.
Bloggar | 27.7.2006 | 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)