Færsluflokkur: Bloggar
jammsí . . . mikið var að einhver kvartaði yfir bloggleysi er nú samt sármóðguð útí Þóru því hún kvartaði ekki
ojæja.
fyrsti dagurinn af fjórum búinn í starfskynningu. þetta var bara ljómandi sko. fyrir utan að hanga í bíl næstum allan daginn
svona var dagskráin í dag:
- vaknaði
- Gísli kom og sótti mig
- fórum til Jóhönnu í Hlésey og tókum útvarpsviðtal við hana
- brunuðum uppí borgarnes í útvarpshúsið og klipptum viðtalið saman og sendum það i bæinn svo það væri hægt að spila það í síðdegisútvarpinu
- fórum fyrir jökul á Snæfellsnesi og mynduðum hús sem er verið að byggja þar.
- fórum á Rif og tókum viðtöl vegna vatnsvirkjunar eða eitthvað sem er verið að fara byggja þar
- ég "lék" í frétt í sambandi við þessa virkjun. var eitthvað að drekka úr á.
- læt ykkur vita þegar það kemur
- fórum í Grundarfjörð og tókum útvarpsviðtal
- fórum á Hellissand og tókum viðtal
- svo í borgarnes og "vinnu"degi lokið
eins og þið lásuð þá var þetta ansi mikið og mikið setið í bíl sem mér fannst nú ekki það skemmtilegasta takk fyrir en þetta verður nú skárra á morgun.
förum á skagan og tökum viðtöl við efstu menn flokkana þar. verðum að því frá 12 á hádegi til ca 7 annað kveld.
er ekkert smá þreytt eftir þennan dag. belive it or not það er þreytandi að sitja í bíl daginn út og daginn inn og halda á kameru og útvarpsupptökudóti. þreytandi að gera ekki neitt.
held ég segi þetta bara gott í bili áður en ég sofna hérna! get allavega sofið smá út á morgun
Bloggar | 16.5.2006 | 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
jébbs seldi hjólið mitt áðan þar sem ég má ekki hjóla! ákvað að vera ekkert að setja mikið á það. seldi það á 3000kr týni það allavega ekki uppúr götunni svo ég er sátt. stelpan sem fékk hjólið og foreldrar hennar eru algjört æði! keyrðu alla leið frá Ólafsvík bara til að ná í hjólið, ætla svo að nýta ferðina og fara í bgn og eitthvað.
þau voru ekkert smá glöð og kurteis. stelpunni fannst þetta æði og dásamaði Týra minn bak og fyrir, svo hefur hún svo mikinn áhuga á dýrum svo ég fór með hana í fjósið og fjárhúsin og ég hélt að þær mæðgur ætluðu að tapa sér! þeim fannst þetta æði. bara gaman að fá svona skemmtilegt fólk hingað.
enívei
er enn að þjást eftir þessa sprautu! er gjörsamlega að kálast í hendinni! vona að ég fari að lagast.
fór til Erlu minnar í gær :* grilluðum læri og alles og svo kom meiri hluti bekkjarins og borðaði chilluðum bara og svona og svo voru allir farnir um 12 en ég gisti
vöktum samt ekkert svaka lengi. var svo glaðvöknuð um 7 í morgun
halló sko . . . . var ekki að fatta þetta. sofnaði sem betur fer aftur á endanum og vaknaði svo um 11 minnir mig og þá kom mamma að sækja mig. fórum heim og þar beið hann Magnús minn eftir mér :* alltaf svo gott að knúsa hann
fór svo í tölvuna og svo kom fólkið bara að ná í hjólið!
svo bara síðasti dagurinn í skólanum á morgun og svo vinna fyrir Kristínu Eddu og hún vinnur fyrir mig í staðin á Miðvikudaginn fínt að geta slappað af þá því ég er svo að fara vinna á Fimmtudaginn sem er btw eurovision dagurinn og það er bókað mál að það verður brjálað að gera! svo afslöppun verður það á Miðvikudaginn
Bloggar | 14.5.2006 | 16:18 (breytt kl. 16:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
busy day? hell yeah!
byrjaði á að vakna kl 07:10 og fór í skólann og svo í sprautu, sem var bara pain! hjúkkan uppí skóla sagði að þetta yrði ekkert mál og enginn verkur en svo var ekki. er að kálast. þurfti svo að bíða uppá spítala í hálftíma eftir sprautuna ef ég skyldi fá einhver ofnæmisviðbrögð sem ég fékk ekki.
fór í Brauð og kökugerði og fékk mér donuts og skundaði svo í síðasta ökutímann fékk svo æfingaraksturs skiltið og bók sem ég þarf alltaf að hafa með mér þegar ég er að keyra, má samt ekki keyra strax, þarf að fara uppá VÍS og sýslumann og þá get ég byrjað að keyra
passið ykkur bara!
fór svo að vinna og vann klukkutíma lengur en vanalega! skreið út að verða 10, drepast í fótunum og bakinu. svo blossaði sprautu verkurinn upp piiiiiiiiiiiiiiiirr . . . . .
við mammsla fengum okkur svo ís, rúntuðum og fórum svo heim. og er ég búin að hanga í tölvunni síðan gekk reyndar frá þvottinum sem var á rúminu mínu og sansaði aðeins á mér neglurnar. þarf að fara panta mér tíma í nöglum, mínar eruð orðnar eins og ég veit ekki hvað!
svo er ísl og stæ próf á mánudaginn sem verður btw síðasti dagur 90 árg í grunnskóla! svo bara starfskynning 16-19, skólaferðalag, íþróttadagur, gróðursetningardagur og svo útskrift! avesome. og já ég fer í Brauð & Kökugerði í starfskynningu á föstudaginn, Guðdís kemur líka eigum að mæta kl 06:00
verð að vinna líklega til 10 kvöldið áður svo ég verð
sæt og fersk í starfskynningunni
Bloggar | 13.5.2006 | 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
jebbsí!
fór í munnlegt enskupróf í morgun, fékk 7,5. finnst það nú ekkert svaka sko, hefði getað fengið hærra ef ég hefði ekki hikað svona. en jæja ekkert væl hér því það er svo margt skemmtilegt sem ég gerði í dag
fór í næstsíðasta ökutímann minn í dag úllala ;D fór svo beint í bæinn með mömmu. Byrjuðum á að fara í Rúmó (rúmfatalagerinn) keypti mér líka þennan dásamlega kodda
hann er æði. keypti svo handklæði og eikkað til að hafa með mér á vistina. snemma að kaupa inn ég veit en þegar maður sér eitthvað töff þá kaupir maður það
svo er ég heldur ekki alltaf í bænum. en allavega, keypti mér líka bleikt kert og svona disk undir það, bara kúl sko
fórum svo yfir í Smáralind og þar hitti ég Þóru mína
hún var í GULU deildinni
ef þið sjáið litla sæta stelpu að skoða gul föt þá er það bara hún Þóra
hehe ... held við höfum skoðað öll gul föt sem til voru í Smáralind
sumarið greinilega komið í Þóru
fórum og keyptum fleiri What Ever boli á mig
hvítan og öðruvísi grænan.
röltum svo hring eftir hring þangað til það kom gat í gólfið þá fór Þóra heim fór þá með mömmu á Friday's að éta, svo komu Hafdís og Daría og við röltum eitthvað. fór svo heim um hálf 9.
fór þá að taka smá til í herberginu mínu og skipti um á rúminu og gerði ritgerð í íslensku og talaði við Þóru mína takk fyrir daginn
og já ef ykkur vantar einhvern til að tala við um Friends þá get ég gefið ykkur beint samband við Þóru hún er að tapa sér yfir Friends
Bloggar | 11.5.2006 | 23:43 (breytt kl. 23:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
samræmduprófin eru búin ! ! ! VEI
þarf ekki að hugsa um samræmd próf fyrr en ég fer í stúdent í fjölbraut! Ahh þvílíkur léttir :D
var frekar lengi með prófið samt, sem er ekkert verra því þá eru minni líkur á að ég sé að gera einhverjar klaufavillur sem er auðvitað bara bömmer!
fórum svo í hylinn eftir hádegismat, er búin að setja myndir af því hérna inná vinstri kantinn. ég óð nú bara smá. langaði að stökkva en lagði ekki í það var einum of kalt til þess fannst mér
fór svo heim og tók þá ekkert skemmtilegt við ! ! mamma var búin að lofa mér ferð í bæinn og eitthvað skemmtilegt en nei auðvitað stóðst það ekki ! ! ! PIIIIIIIIIIIRINGUR ! ! ! frændi minn kom hingað og eitthvað og líka einhver rafvirki til að laga digitalið og þá varð ekkert úr ferðinni! þannig að ég hefði alveg getað farið í ökutíma og fengið æfingaraksturinn á morgun ! ! ! gjéé
fór svo í Bónus með söndru og andra. mætti svo Stebba en hann er svo merkilegur með sig að hann heilsaði ekki einu sinni *snobb* hehe
enívei.
fer í skólan á morgun og svo í ökutíma og svo í bæinn ætla reyna hitta Þóru mína. verðuru að vinna nokkuð? kem í bæinn um 6.
well, best að fara læra fyrir munnlega prófið í ensku á morgun
Bloggar | 10.5.2006 | 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sjetturinn . . . langar svo í þetta lag! svo ef þú átt það þá endilega senda mér veit reyndar ekki með hverjum það er ennnnn . . . . .
gekk bara vel í ökutíma. fór fyrst í litlu búðina og keypti mér andlitskrem og líka svona krem svo maður verði fyrr brúnni í sól og svona verð hel tönuð sko
hehe
fór svo og fékk mér að éta og tók svo við af honum Geir nokkrum Hannah í ökutíma keyrði eins og ég hafi aldrei gert neitt áður útum allan bæ
fór uppá gólfvöll og æfði mig að leggja í stæði og svo uppí sveit og drap á honum
átti að finna millipunktinn í bremsunni og kúplingunni en það fór ekki betur en svo að ég drap á bílnum
og þar var markmiðinu mínu lokið um að drepa aldrei á bílnum í þessum tíma! dem . . . . fórum svo bara heim og ég lærði smá og borðaði ís með hlaupi, grillaði mér sykurpúða
haha sem mömmu fannst ekki gott! ekkert smá fyndið að sjá á henni svipinn þegar hún stakk honum uppí sig! ég fékk allavega að éta þá í friði fyrir henni og líka Týra mínum því hann hunsaði sykurpúðann minn líka! hvaða vanþakklæti er þetta í liðinu? piff
fór svo inn í tölvuna og borðaði svo grillkjöt og alles og lærði svo meira í stærðfræði og Ásgeir sat hjá mér og sýndi mér hitt og þetta þótt hann hafi nú ekki kunnað alveg allt! HALLÓ þú ert búinn með stærðfræði fyrir framhaldsskóla hlítur þá að kunna grunnskólaefni
hehe.
horfði svo á How clean is your house. hvernig er hægt að búa í svona miklu drasli og drullu? þetta er tú möts sko. allavega fyrir mína parta.
svo þarna kallinn sem snýr bara nærbuxunum við ! ! ! OJJ! hann þrífur þær ekki heldur snýr þeim bara við *ælukall*
enívei
svo er stærðfræði prófið á morgun get ekki neitað því að það er komin smá spenna í mig
hlakka til að taka það
er svo að spá í hvort ég eigi að fara í hylinn eða ekki eftir prófið. er nú á mörkunum að nenna því og svo ætlum við mútta að fara í bæinn og eitthvað, útað borða og í bíó eða eitthvað skemmtilegt svo ég er ekki viss hvort ég meiki hylinn áður svo ég komist nú í bæinn
fer svo í næstsíðasta ökutímann minn á fimmtudaginn og svo sprautu á föstudaginn. fer svo í seinasta ökutímann minn um helgina og þá er ÉG komin með ÆFINGARAKSTUR úllala.
Bloggar | 9.5.2006 | 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
hell yeah! bara stærðfræðiprófið eftir og þá er ég búin endalaus gleði
Jakob á afmæli í dag, til hammó með það :**
fer í ökutíma á eftir verð komin með æfingaraksturuinn UM HELGINA
passið ykkur, hehe
veit reyndar ekki hvað ég á að segja. hmm.
munnlegt enskupróf á fimmtudaginn, hlakka smá til en samt ekkert úber mikið. bara oggupons
hmm hvað á ég að segja? er eitthvað svo tóm. . . ætla þrífa grillið í dag svo ég geti eldað mér grillkjöt með pipar sósu og kartöflu salati í kveld mat namminamm, langþráður maturi í nánd :p
enívei.
blogga kannski aftur á eftir þegar ég hef eitthvað að segja :p læt ykkur vita hvernig gekk í ökutímanum og sonna ;D
blella
Bloggar | 9.5.2006 | 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
jámm tíminn er naumur. ákvað að skella nokkrum línum hérna áður en ég fer í skólann.
en vó hvað er í gangi? það kom ekkert blogg frá mér í gær :O en samt bloggaði Þóra. ég var bara svo upptekin af lærdómi og svona. fór líka í ökutíma sem gekk líka svona vel fyrir utan eitt drep á bíl. var aðeins of bráðlát með kúplinguna. en hann sagði að þetta væri allt í orden
*andainnandaút4mineftir*
samræmt próf í samfélagsfræði í dag! fjúff segi ég nú bara! saga, þjóðfélagsfræði og náttúrufræði. pleas help me!!!
fer svo eftir skóla niðrá skaga og beint í ökutíma, ætla setja mér það markmið að drepa aldrei á bílnum. fór aðeins uppí sveit í tímanum í gær og alveg uppí 70km hraða sko er ég svöl eða er ég svöl sko ;) hehe. margir hugsa eflaust núna þó aðalega Ólinn piff 70 er ekki neitt ;) en ég er enn að læra svo just back off ;) hehe
*andainnandaút2mineftir*
29 dagar í Ölver :D úff hvað það verður næs að fara þangað. en mig vantar hjálp! hvar á ég að sækja um vinnu í sumar? verð á hróa en það er bara á kvöldin. vantar dagvinnu!
tíminn er finító, þarf að drífa mig uppá veg ;D gúd lökk evrívon í prófunum :**
VIÐBÓT -------------------------------------------------------
fjúff var að koma úr prófinu. soldið mjög stutt, bara 13 bls. ekki það að það hafi ekki verið nóg. prófin eru vanalega miklu lengri og í mörgum hlutum og mikil lesning við hverja spurningu en það var ekki núna. sem betur fer. ég held ég sé yfir ca 5,5 í þessu prófi :p
enívei.
ökutími eftir 4 tíma og 20 min, láta mér leiðast þangað til.
blella
Bloggar | 8.5.2006 | 08:12 (breytt kl. 10:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
sjetturinn hvað ég er dugleg að blogga. komin frammúr Þóru sem er heimsmet held ég
var að koma úr vinnunni. svaka stuð, Ferna átti afmæli og alles. var mest í að setja á pizzur sem er bara stuð sko hehe.
fór niðrá skaga eitthvað um 4 og til Söndru og Andra. vorum að blása sápukúlur og mála svalirnar með vatni. vuhú fór svo að vinna kl hálf 6.
var algjör snilld, átti að setja ólivur og piparost á 12" pizzu, tók dallinn með ólivunum og horfði svona ofaní hann. svart sull með einhverju jukki í = ólivum. spurði svo Mareni alveg: á ég bara að taka þetta með höndunum? (hef sko aldrei sett ólivur á pizzu áður) og hún alveg nei með munninum og við prungum úr hlátri ok þetta hljómar kannski ekkert skemmtilegt en þetta var samt fyndið ;D
þarf svo ekkert að vinna fyrr en eftir sam.prófin þvílík gleði ;)
ohh mig langar að blogga meira. kannski ég geri svona punkta yfir hvað ég er að fara gera :p
- ökutími á morgun
- sam.próf á mánudaginn
- sam.próf á þriðjudag
- sam.próf á miðvikudag, hringja í bossann í vinnunni og tékka með vinnuna og eitthvað
- sprauta á föstudaginn :/
- kaupa bikiní fyrir Ölver ;)
- sækja um vinnu einhversstaðar
- fara uppá spítala til ömmu elsku
- útskrifast :D
- vinna af mér rassgatið í sumar
- byrja í nýjum skóla :D:D
jámms smá punktar svo þið vitið hvað á daga mína er að fara drífa ;)
Bloggar | 6.5.2006 | 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
síðasta bloggið mitt var ekki tekið með svo ég blogga aftur :p og þarf að blogga tvisvar til að ná þóru, er ekki viss um að ég nái því fyrir vinnu. fer á skagan eftir ca klukkutíma og byrja vinna hálf 6. en sjáum til blogga þá bara aftur þegar ég kem heim.
vaknaði rétt fyrir 10 og hringdi í mína lovlí Guðdísi. hún kom með þær æðislegu fréttir að það væri stærðfræði svo ég hunskaðist uppúr rúminu 5 min í 10 og var komin eikkað 10 min yfir uppí skóla. það var nú eitthvað takmarkað sem við reiknuðum en Öddi talaði og ég hlustaði svo ég var ekki alveg útúr kú ;D fengum svo brauð og kex í hádegismat og fórum svo í tölvur. aðallega á msn samt og fengu sumir *hóst*ásta*hóst* að heyra skammir
hehe. svo vorum við búin kl 1 og allir fóru heim nema ég og guðdís. spjölluðum til eitthvað hálf 3 eða eitthvað og fórum svo loksinns heim
skellti mér í sturtu og hér er ég. engan vegin að nenna hafa mig til og fara í vinnuna. merki um það að þetta er ekki skemmtileg vinna? tjahh gæti verið, gæti verið. samt æ ég veit ekki. þetta er skárra en ekki neitt.
fékk útborgað á fimmtudaginn, og fékk í heildina minnir mig 21.414 eða 24.414 :p man ekki hvort :p æ það skiptir ekki. bíst við skömmum í kvöld því ég tók frí í gær fyrir hann afa :* og ef kellan er ekki að höndla það að ég hafi fengið frí einn fokking dag sem ég átti ekki einu sinni að vera vinna á þá má hún eiga sig og ég segi upp og finn mér eitthvað betra takk fyrir!
well well. taka mig saman og hala inn peningum. allir að koma á Hróa hött í kvöld
Bloggar | 6.5.2006 | 15:08 (breytt kl. 15:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)