Færsluflokkur: Bloggar
Ég hjálpaði honum að týna saman bækurnar og ég spurði hann hvar hann ætti heima. Þá kom í ljós að hann átti heima nálægt mér, svo ég spurði hann af hverju ég hefði aldrei séð hann fyrr. Þá sagði hann mér að hann hefði áður verið í einkaskóla. (Ég hafði aldrei verið með neinum úr einkaskóla fyrr.) Við spjölluðum alla leiðina heim og ég hjálpaði honum að halda á bókunum. Mér fannst hann vera ansi hress strákur og spurði hann hvort hann væri til í að koma með mér og vinum mínum í fótbolta á laugardaginn. Hann var sko til í það. En ekki aðeins það heldur var hann með okkur alla helgina.
Því betur sem ég og vinir mínir kynntumst honum, þess betur kunnum við við hann. Á mánudagsmorgninum hitti ég Kyle með allar bækurnar frá föstudeginum og ég gat ekki annað en gert smá grín að honum og sagði: Þú færð örugglega svaka vöðva á að bera allar þessar bækur á hverjum degi." Hann hló og rétti mér helminginn af bókunum og við fórum í skólann. Næstu fjögur árin urðum við Kyle bestu vinir. Þegar við vorum á lokaárinu í menntaskólanum fórum við að huga að framhaldsnámi. Þá kom í ljós að hugur okkar stefndi í sitthvora áttina, og við ætluðum í sitthvorn framhaldsskólann.
Hann ætlaði að verða læknir en ég viðskiptafræðingur. Ég vissi að við myndum alltaf verða vinir. Fjarlægðin á milli skólanna myndi ekki skemma vináttu okkar. Í menntaskóla var Kyle afburðanemandi - dúx. Ég stríddi honum stundum að hann væri nörd" en hann bara hló að því. En af því að hann var dúx þá átti hann að flytja ræðu við skólaslitin. Ég var feginn að það kom ekki í minn hlut. Á útskriftardaginn leit Kyle rosalega vel út.
Hann fílaði menntaskólann alveg í botn. Hann var töff strákur og gleraugun fóru honum vel. Hann hafði meiri séns en ég og allar stelpurnar voru yfir sig hrifnar af honum. Stundum öfundaði ég hann og á útskriftardaginn leið mér einmitt þannig. En ég tók eftir því að hann var hálfkvíðinn að flytja þessa ræðu, svo ég klappaði honum á öxlina og sagði, þú verður frábær, ekki hafa áhyggjur. Hann horfði á mig, þakklátur og brosti. Svo byrjaði hann á ræðunni:
Á útskriftardaginn er tækifæri til að þakka þeim sem hjálpuðu manni í gegnum þessi fjögur erfiðu skólaár. Til dæmis foreldrum mínum, systkinum, kennurum og ef til vill þjálfara sínum í íþróttum en fyrst og fremst vinum sínum. Ég er hér til að segja ykkur öllum, að það að vera vinur einhvers, er besta gjöf sem þú getur gefið nokkurri manneskju. Ég ætla að segja ykkur smá sögu. Ég horfði undrandi á vin minn standa þarna í púltinu á meðan hann sagði frá þeim degi er við hittumst fyrst. Þá var hann (Kyle) orðinn svo dapur og þreyttur á að eiga enga vini, og á því að smella ekki inn í vinahóp í skólanum, að hann hafði ákveðið að fyrirfara sér þessa helgi. Hann talaði um að hann hefði tekið allar bækurnar og tæmt alveg skápinn sinn til þess að mamma hans þyrfti ekki að gera það þegar hann væri dáinn. Hann horfði beint í augun á mér, brosti og sagði: Mér var bjargað þarna, þennan dag. Vinur minn bjargaði mér frá því að fyrirfara mér."
Það fór kliður um salinn, þegar þessi myndarlegi og vinsæli ungi maður sagði okkur frá þessu viðkvæma atviki. Foreldrar hans brostu til mín, þakklætisbrosi. Það var einmitt á þeirri stundu sem ég gerði mér grein fyrir því hvað vinátta raunverulega er.
Aldrei vanmeta þann kraft sem býr í gjörðum þínum. Eitt lítið atriði (þ.e. t.d. hvernig þú bregst við í vissum aðstæðum) getur breytt lífi annarar manneskju, til góðs eða ills. Ekki vera sá sem hrindir öðrum, hrindir annarri manneskju niður í skítinn. Vertu sá sem reisir hana upp, hjálpar henni að bera erfiðleikana. Guð hefur skapað okkur fyrir hvort annað, til að hafa áhrif á hvort annað á einhvern hátt.
langaði bara að leyfa ykkur að lesa þetta baaaara falleg saga
setti eyrnaslapa fyrir þóru ;)
Bloggar | 6.5.2006 | 01:12 (breytt kl. 01:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
jæja. er bloggi á eftir Þóru :p hún bloggaði í nótt piff. þá var ég sofandi ;D
fór í dönsku próf í morgun. gekk bara mjög vel. var komin út um 11 og þá kom mamma og sótti mig og við fórum til ömmu í grundafirði :* hún er æði. komum samt fyrst við í borgarnesi fengum okkur að éta og keyptum blóm handa ömmu og engil til að setja á leiðið hjá afa :* brunuðum svo til ömmu og það var ekki að spyrja að því. kellan var tilbúin með brauð og kökur og snúða og ég veit ekki hvað og hvað. alveg dásamlegar þessar ömmur
fórum svo uppí kirkjugarð til afa :* settum blóm, engil og kerti. kallinn hefði nefla orðið 80 ára í dag :* sakna þín :*:*
fórum svo rúnt og svo til ömmu, og vá það sem hún ætlaði að láta mig éta! Guðbjörg mín viltu ekki meiri mjólk, guðbjörg mín viltu ekki brauð, kex, köku, kók, snúð? alveg dæmalaus ;D fórum svo heim um hálf 7. komum við í borgarnesi og fengum okkur kveldmat og fórum svo heim og hér er ég.
ætla svo bara að slappa af í kvöld og fara svo í stærðfræði í fyrramálið ef hún verður það er að segja.
Bloggar | 5.5.2006 | 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
já viti menn. ég held að Þóra sé bloggfíkill
enívei, ákvað um daginn að blogga alltaf þegar hún bloggar svo ég stend við orð mín
er að tala við Stebba og Þóru á msn. geðveikt stuð og auðvitað að hlusta á Snorra Snorrason
hann er æði.
en það er komið á hreint að ég fari til Grundafjarðar á morgun hlakka til að fara til ömmu :* hún er best :**
hef ekki gvend um hvað ég á að blogga. hmm. Guðrún á afmæli á morgun. til hammó með það :* veit ekki hvort ég bloggi á morgun. veit ekki hvenær ég kem heim frá ömmu skvíz.
er farin í sturtu og gera mig reddí fyrir morgundaginn. ég skal ætla og vil!
Bloggar | 4.5.2006 | 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
jæja .... blogg á dag kemur skapinu í lag ... nei annars ekki. eða allavega ekki í dag. ekkert sem getur kætt mig nema já förum ekki nánar útí þetta. end off storí
fór drulluþreytt í ensku prófið í morgun. sofnaði seint ... opnaði prófið og mér féllust hendur! hlustaði á texta og átti svo að svara spurningum! ekki mín sterkasta hlið og hvað þá þegar það voru ekki sömu orð í spurningunni og textanum. það var sitthvort orðið en meiningin var sú sama.
hespaði þessu af og fór svo í tölvur að tala við hana Þóru mína. Ótrúlegt hvað ein manneskja getur gert mann ánægða. hún kemur mér alltaf í gott skap. eða allavega skárra skap en ég var í. alltaf gott að tala við hana. lovjú :**
fór svo í mat og það voru ekkert spes hangorra (hamborgarar) í matinn. Andri segir hangorra :p finnst það bara töff svo skelltum við Erla okkur í billjard og hún vann fyrsta leikinn því svarta kúlan slisaðist ofaní hjá mér
en við héldum bara áfram og ég vann og svo spiluðum við aftur og ég vann
úllala ;D fórum svo út og fundum barnið í okkur og bjuggum til risa sandkastala og skreyttum hann og gerðum á í kringum og allt
bara kúl sko. fórum svo og renndum okkur í kastalanum og svo heim
lagði mig þegar ég kom heim en vaknaði svo þegar mamma kom heim við að hún var eitthvað að tala við mig. fékk bréf frá fva og eitthvað. ætla bara að sækja um þar sem fyrst. þá er það bara afgreitt
á morgun er svo dönsku prófið. Gangi mér vel því engin annar en mamma og Þóra óska mér góðs gengis þannig að ég óska mér bara sjálf góðs gengis
og jú líka Sirrý mín, hún óksar mér líka alltaf góðs gengis ;D
kommentið nú eitthvað fallegt til mín
Bloggar | 4.5.2006 | 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
það er undarleg bjórlykt í herberginu mínu. samt bara við rúmið, það er samt enginn bjór hérna þannig að mér finnst þetta mjöööög skrítið. nenni bara ómögulega að kíkja á hvað þetta gæti verið :p
enívei .......
vaknaði í morgun endanlega kl hálf 8. drattaðist á fætur og uppí skóla í fyrsta samræmdaprófið sem var Íslenska. var um 3 tíma að leysa það. tókst bara ágætlega. svo nú er bara að krossleggja fingur og vona að ég hafi náð :D ég held allavega að ég hafi náð :p ekki það að ég sé eitthvað egó. maður á bara alltaf að hafa trú á sjálfri sér
var svo bara eitthvað í tölvum eftir prófið og fór svo heim. tók mig saman og fór í ökutíma sem var auðvitað algjör snilld, en ekki hvað þegar maður er að læra hjá meistaranum sjálfum honum Vidda? hann er bara snillingur. mér fannst ég samt vera soldil brussa í tímanum í dag. var ekkert að hæja neitt mikið á mér í beyjum og svona :p keyrði soldið hratt niður rúntinn og svollis. ætli ég sé ekki bara að smitast frá Ólanum, hmm
fór svo og keypti mér nammi og kristal plús til að hafa í prófinu á morgun sem er svo mikið sem Enska
úff vona það besta bara
allavega.
fór svo heim og í tölvuna. fann svo til mikillar þreytu og skellti mér í náttfötin og þreif mig í framan og var búin að öllu rúmlega 7 í staðinn fyrir rúmlega 11. þannig að ég þarf bara að bursta tennurnar og undir sæng sofnaði í smástund um 8 en vona að það raski ekki nætursvefninum því ég meika ekki að fara þreytt í próf og hvað þá samræmt próf í ensku!
fer svo líklega til Grundafjarðar á föstudaginn í heimsókn til ömmusportbleiku margir velta örugglega fyrir sér afhverju sportbleiku? jú viti menn. uppáhalds liturinn hennar er bleikur. það er allt bleikt hjá henni. meira að segja vekjaraklukkan! halló sko :p svo sportið. hún ekur um á bíl sem að ég held sé honda civic 3ja dyra. allavega einhver í því lúkkinu. og það eru svartar filmur afturí og sko það er bara töff! amma mín rokkar feitt
afi hefði orðið 80 ára á föstudaginn 5 maí svo við ætlum að skella okkur í grundafjörðin góða. elska þig afi :**** sakna þín
:***
fer svo að vinna annaðhvort á laugardaginn eða sunnudaginn. fer líklegast í ökutíma seinnipartinn á sunnudaginn. hlakka til að klára þessa ökutíma :p og geta farið að keyra með mömmu bara fórum smá rúnt í gær. keyrði uppí skóla og þar um svæðið og heim og aðeins lengra en heima og svo uppá rimlahlið og til baka og svona. mamma tók bara einu sinni í stýrið því hún hélt ég væri að velta í einhverri beyju sem var tótallý ekki satt! beyjan er jú soldið varasöm en halló ég var undir stýri þá veltur bíllinn ekkert
datt allt í einu í hug Þóra að í hvert skipti sem þú bloggar þá blogga ég :p ætla reyna að bæta mig í bloggunum og þá er fínt að hafa þig til viðmiðunar því þú bloggar eins og þú eigir lífið að leysa ;) ætla prufa þetta allavega :p
Bloggar | 3.5.2006 | 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hún Þóra mín var farin að kvarta svo ég ákvað að skella inn einu bloggi :p
núna eru aðeins 2 dagar í samræmt próf og má segja að ég hafi verið svona -333 dugleg í að læra. er eitthvað svo róleg yfir þessu, ekkert stress. er reyndar búin að læra soldið í íslensku sem er líka fyrsta prófið svo ég tek þetta bara svona skref fyrir skref
fór á laugardaginn og passaði hann Andra minn. held að ég hafi ekki leikið mér svona mikið síðan ég var lítil eða eitthvað. fórum í feluleik og hann taldi OG ákvað hvar ég ætti að fela mig. krúttípútt. svæfði hann svo en hann var nú ekki að höndla að fara svona snemma að sofa enn.... svaf svo bara á skaganum og fór svo að spila í fermingu hjá Maríu í gær. mér er ekki ætlað að spila þetta blessaða lag villulaust! er ekki sátt við sjálfa mig! ég SKAL flytja þetta lag opinberlega villulaust takk fyrir! ég gerði það reyndar á skólaslitunum en það er bara ekki nóg!
jæja. best að fara hafa sig til. er að fara á skagann á eftir með henni Thelmu minni :D fer svo að vinna kl hálf 6. Allir að koma og fá sér pizzu hoho.
blogga betur seinna. er óttalega tóm eikkað :p
Bloggar | 1.5.2006 | 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
langaði til að skella inn myn af stórhljómsveitinni GÁSG hehe ... erum að fara spila í fermingu nr 2 á Sunnudaginn. shit erum við vinsælar eða já sko
hehe.
enívei
var að vinna áðan. það va fínt, ekki of mikið að gera. bara svona passlegt. tókst að skera mig, veit samt ekki hvernig en það var allavega fkn vont!
svo var auðvitað bara skóli í dag. síðasti venjulegi Föstudagurinn :D úúúúúújééééééé! :D:D get ekki beðið eftir að ÚTSKRIFAST! sem btw verður 31 maí :D pælið í því, eftir mánuð og tvo daga verð ég ekki lengur í grunnskóla :D rock on þetta verður endalaust stuð :D
veit svosem ekki hvað ég á að blogga um. hef bara ekkert að gera. langar soldið að fara bara að sofa því ég ætla í stærðfræði uppí skóla kl 10 í fyrramálið. fer svo að spila í fermingunni á sunnudaginn og vinna á mánudaginn. svo er líka frí á mánudaginn í skólanum :D sem er fínt því ég get ekki sofið út á morgun.
fengum í dag svona dagatal með dögunum sem eftir eru og ef mér skjátlast ekki eru 4 skóladagar eftir sem eru bara skólaprófs dagar. verðum bara eitthvað að ganga frá og eitthvað.
svo á hún Ásta Marý mín afmæli í dag :D til hamingju með það elskan :*:* loksinns orðin stór ;D hehe. ég er samt alltaf stærri ;p hehe djóóóóók ;D
hef ákveðið að ég blogga ekki nema ég fái 10 komment og það telst ekki með ef það eru fleiri en 1 komment frá sömu manneskjunni þannig að það verða 10 manneskjur að kommenta svo það komi annað blogg. nenni ekki að halda uppi bloggsíðu fyrir 2 manneskjur sem kommenta hérna (Erla&Þóra) svo bara standið ykkur í kommentum eða bara ekkert blogg.
GuðbjörgÁSG kveður ;D
Bloggar | 28.4.2006 | 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Vorum í samfélagsfræði tíma á Þriðjudaginn og ég og Ágúst ákváðum aðeins að krydda uppá tímann og fórum að ríma. Ég var nú bara aðeins að fegra glósurnar mínar og skrifaði Gudda þá tók hann blaðið og bætti við og hér kemur þetta:
Ég: Gudda
Á: Skrudda
Ég: Peningabudda
Á: Allavega snudda
Ég: eða barna dudda
Á: og kannski líka fubba.
Ég:ekki ætla ég þig að nudda
Á: mun ég þá á þig gubba
Ég: þá þarf ég þig að tudda
Á: skaltu hætta að bulla fyrir Bubba
Ég: Fyrst ætla ég þig að buffa
Á: neyðist ég þá á þig að tuffa
Ég: ekki ef ég lít út eins og muffa
Á: muntu þá tala við Guffa
Ég: hann mun ég nú bara snuffa (sniffa)
Á: eigi skaltu snuffa Guffa því áður mun ég deyja til eyja
Ég: kannski vegna yngis meyja?
Á: já og jafnvel Freyja
Ég: tjahh ekki er svo gott að segja
Á: nahh mun ég þó svo heyja
Ég: ætlaru ekki að fara leija
Á:jú og þó neia
Ég: ekki ætla ég þetta að teija
Á: það þykir gott að segja
Ég: væri best fyrir þig að þegja
Á: nú mun ég láta það næja.
Úllala :D mega rím hérna á ferð :D:D verð nú að viðurkenna að ég stóð mig betur í þessu eða hvað? :p ágúst þurfti að færa sig yfir í eyja til að geta sagt eitthvað og svo í lokin þegja og næja rímar ekki :p svo ég tel mig sem sigurvegara,, :D
Enívei ;)
Eftir skóla í dag kom Sirrý til mín =) vorum bara eitthvað í tölvunni og fórum svo á skagann því ég var að fara til læknis kl 4. og hvað haldi þið að sé að mér í hendinni? Jáhh giskið bara! Þið eigið aaaallldddrrreeeiii eftir að trúa því. Ég var bara uuuuu já okei þegar læknirinn sagði mér hvað þetta væri :p fékk lyfseðil og fór uppí apótek og sótti það sem ég fékk við þessu. En endilega kommentið um það sem þið haldið að sé að mér í hendinni ;D fórum svo aðeins í búð og svo heim, fengum okkur pUlsu og vorum svo bara í tölvunni. Gerði Gíslasögu í tölvu, Sirrý hjálpaði mér reyndar soldið taaaaakk :*:*:* því ég var að passa Magnús og Laufey því Ella er á kynningu sem er einmitt í gangi hérna núna. Magnús er reyndar sofnaður og Laufey er að horfa á Gullbrá og birnina þrjá :D í annað skiptið í kvöld =)
Svo á morgun er bara skóli og svo heim að ganga frá Gíslasögunni. Prenta hana út og gera flotta forsíðu og svona :D reyna fá almennilega einkunn fyrir þetta :p
Jæja er farin að tala við hana Sirrý mína sem ætlar að gista hjá mér í nótt =) úúúújééé :D
Bloggar | 26.4.2006 | 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
nei bara smá djók. eftir viku verð ég að slappa af fyrir samræmduprófin. eða vonandi.
skrapp aðeins á skagan í dag að verslast og sækja nýju linsurnar mínar. 2800kall þar. mamma borgaði svo að... lét dekkja meikið mitt aðeins svo það sjáist nú að ég sé meikuð! er orðin nett pirruð á því að vera eins og albinói :p enívei.
ætla að hafa orðið enívei í hverju bloggi bara töff orð. ENÍVEI :p hoho.
fór svo heim og í tölvuna og svo að gera svona grænmetisrétt al a Guðbjörg mamma verður nefla með einhverj kynningu hérna á morgun og bað mig um að gera þetta. mjög einfalt skomm. bara tortilla pönnsur og laukídífa, smá mæjónes og kál og gúrka og tómatar og rauðlaukur og paprika og fetaostur. borða þetta reyndar ekki en öllum öðrum finnst þetta mjög gott svo ég bý þetta bara til fyrir aðra =) var m.a beðin um að gera þetta í útskriftarveislu í desember í fyrra og svo fyrir afmælið hans magga og ég veit ekki hvað og hvað. Kokkurinn bara strax farin að segja til sín ;) hehe djóóóóók.
er svo búin að vera skrifa Gíslasögu uppí tölvu. nenni því ómögulega. er komin á 15.kafla. bara uuu ég veit ekki 15 eftir eða eitthvað er alls ekki að nenna þessu. þarf samt að drífa þetta af því ég á að skila þessu á föstudaginn og ég geri nú lítið annað á morgun en að dekra hana Sirrý mína sem kemur til mín strax eftir skóla og gistir :) er svo að fara passa Laufey og Magnús litla annað kvöld á meðan Ella er á kynningunni :) hlakka svo til. Sirrý fær sko að hjálpa mér og ef hann kúkar þá skiptir þú um bleyju takk fyrir ;) hehe.
ég og Guðdís mín erum svo soldið farnar að hugsa útí Galaballið. ætlum að hafa eða reyna hafa þetta flottasta ball sem hefur verið í skólanum. erum að íhuga litla hljómsveit af skaganum en allt er en óráðið svo bíðið bara ;) þetta verður allavega skemmtilegt og er skilda að ALLIR mæti og ALLIR skemmti sér vel :):)
er farin að fá mér að éta. er ekkert búin að éta síðan í hádeginu í skólanum. mallinn soldið farinn að segja til sín.
Bloggar | 25.4.2006 | 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
jáhh þetta er allt að skella á
síðasti venjulegi skólamánudagurinn BÚINN :D újéééé! AALLDDRREEII aftur tvöfaldur náttúrufræði og enska og vááá ég er yfir mig glöð
enívei.
gerði Brad Pitt ritgerð áðan á met tíma =) á reyndar ekki að skila henni fyrr en á föstudaginn en ákvað að drífa hana af því ég á eftir að gera spurningar úr Gísla sögu Súrsonar. á að skila því á föstudaginn svo eins gott að eiga ekkert annað eftir því ég hef jú bara 3 daga.
fer svo á skagan á morgun að búðast eitthvað með múttu. þarf að sækja nýjar linsur því þær eru báðar ónýtar! er búin að fá held ég 2 eða 3 pör í apríl en fæ vanalega bara 1! ohh drasl!
er að tala við Þóru mína á msn, get ekki beðið eftir að láta hana ráða yfir mér í Ölver ;) held ég taki hana nú bara í karphúsið sko ;) hehe ...
verð að blogga aftur á morgun. þarf að koma mér í háttinn svo ég sofi ekki aftur yfir mig :/
btw! Ólinn minn samhryggist með bílinn :/ og allt það. þetta verður vonandi fljótt að líða og þú verður aðal gæinn innan skamms ;) þykir megaspega vænt um þig :**
Bloggar | 24.4.2006 | 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)