Þrælavinnu líkast!

heil og sæl öll sömul! ákvað að henda inn smá færslu í tilefni þess að ég er komin í langþrátt (eitthvað er nú bogið við þetta) helgarfrí! :D er byrjuð að vinna í Mosfellsbakaríi og það er killer! vakna kl 04:00 og vinn framm yfir hádegi og oft mikið lengur! eins og fyrsta daginn, þá var ég til hálf 4!! semsagt í 11 og hálfan tíma, ég hélt ég dræpist! svo er ég heldur ekkert með góð laun því ég er bara nemi :(

svo líf mitt einkennist af mikilli vinnu og svefni og engu öðru! líf mitt er bókstaflega svona:

vakna 04:00

kaffipása 09:00-09:15 ca

svefn frá ca 15:00-18:30

matur 19:00

svefn 20:00-04:00

ég hlít að grennast eins og eldur um sinu í þessari vinnu! labba alltaf í vinnuna og borða ekkert óholt! :D 

starfsfólkið þarna er samt allt æðislegt! einn tjahh strákur og ekki strákur af skaganum og líka grundarfirði svo við könnumst við hvort annað og svo er þetta bara svo heimilislegt allt saman :)

vá ég verð að fara tala um eitthvað annað en vinnuna! :p

ég er búin að fá útúr öllu nema félagsfræði í skólanum og því náði ég öllu :D ekkert smá glöð þar sem ég var ansi hrædd um að falla í stærðfræði! úffi púff :p held ég sé á ansi gráu svæði með félagsfræðina en það kemur bara í ljós!

sit annars bara hérna inni á Netkaffi í mosó, rosa næs.

spurning hvað á að gera um helgina? er nú í bænum svo ég gæti bara kíkt á djammið ;D hahaha já eða ekki :p haha.

held ég fari að slíta þessu og koma mér heim að sofa! og borða! jii hvað ég varð allt í einu svöng :p

ykkur er alveg óhætt að slá á þráðinn til mín, þótt ég sé flutt af skaganum/sveitinni, þá er ég ekki flutt til hvergilands :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þjóðarblómið

Þú ert svo dugleg :) Ég er enn í prófum og er búin að vera núna í 20 daga eða svo! Ég er að tapa geðheilsunni á þessu öllu :-/

Þjóðarblómið, 19.5.2007 kl. 23:02

2 identicon

hehe þetta er magnað :)
en já maður er nú búin að heyra frá þér, svo ég vissi þetta allt, hehe svo ég segi bara vi ses lille pige :* ;)

erla (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 12:59

3 identicon

flutt af skaganum ?? af hverju ?

Hulda (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband