Madagascar!

ég gleymdi að segja ykkur um daginn eitt atvik sem átti sér stað þegar ég, Erla og Sigurbjörg fórum í bæinn.  við vorum svona í kringlunni og vorum eitthvað að tala saman og Erla leit eitthvað við en hélt áfram að labba og svo kabúmm! hún labbaði á einhverja konu :p hahahahaha :D það var ekkert smá fyndið!    en já . . . .

í dag eftir skóla lærði ég smá og fór svo aðeins út með Guðdísi og svo að sækja Andra. lék með honum í smástund og eldaði svo dýrindis kjúlla rétt. ég át á mig gat að vana.

svo skutlaði Sandra mér uppá vist því ég er víst að fara í íslensku próf á morgun og þarf að lesa yfir verkefnin og eitthvað.

má ekkert vera að þessu bloggeríi! ég SKAL VIL og ÆTLA að fá hátt á þessu prófi!

óver end át!


Dásamleg tilfinning!

ég hafði það af að segja upp áðan! :D :D :D

ég er svoooooo stolt af mér :D

hún var samt alls ekki sátt. en mér er sama. ég er búin að fá nóg!

er núna bara að láta mér leiðast og horfa á american pie the wedding, drekka kók og á msn :p en mér leiðist svo hrikalega!

ætla vona að þessi bévítans hálsbólga fari fljótt!  það er ekkert smá vont að hósta :/ greyið litla ég.

en jámm ætlaði bara að láta ykkur vita af uppsögninni ;D


Kornið sem fyllti mælinn!

eftir ca 3 og hálfan tíma mun ég segja upp á Hróa hetti! ég þoli þetta ekki lengur. ég fæ ekki útborgað á réttum tíma og margt annað sem hefur lengi farið í taugarnar á mér.   ég hringdi í kb banka í gær til að a.t.h hvort ég væri búin að fá útborgað en nei það var ég ekki. fékk bara 10 þúsund 27 september! sem ég skil ekki því ég er vön að fá 30 þúsund 15 hvers mánaðar svo ég hringdi í Mary í gær og spurði hvenær í ósköpunum ég fengi útborgað og þá sagðist hún hafa laggt inná mig í gær (semsagt í fyrradag) en ég var nú fljót að svara því neitandi því ég var nýbúin að hringja í bankann þá sagði hún mér að hætta þessu bulli! neinei þá kom í ljós stuttu síðar að hún lagði 21 þúsund inná landsbanka reikninginn minn! 21 þúsund!!! hefði hún ekki alveg eins getað sleppt því?!? ég held það. svo sagði hún að ég fengi restina á morgun (semsagt í dag) eða í næstu viku.  þetta var kornið sem fyllti mælinn!!! ég HATA að fá ekki útborgað á réttum tíma! og hvað þá að fá það borgað í pörtum! það er líka bannað. svo þegar ég fer að vinna á eftir segi ég upp! þarf þá bara að vinna þessa helgi og svo næstu og þá er ég farin! ! ! fyrir fullt og allt! húha!

ég er svooo stollt af sjálfri mér að vera loksinns að segja upp þarna. ég er búin að vera vinna þarna síðan í apríl og er orðin meira en þreytt á þessu!

þegar ég fæ restina af laununum mínum á ég um 200 þúsund sem ég mun fara sparlega með til að lifa veturinn af :)

en útí allt annað.

 

er að fara í tvö próf í næstu viku. sagnapróf í ensku á mánudaginn og íslenskupróf á þriðjudaginn. svo það verður lærdómur þrældómur um helgina :) sem er svosem ágætt því þá er ég ekki að eyða tímanum í vitleysu ;D

má ekki vera að þessu bloggi. ætla að reyna byrja að lesa í þessari Bárðarsögu! mig vantar bara nammi til að borða yfir lestrinum en vandinn er að ég nenni ekki útí sjoppu :p haha. ég er orðin svo löt eftir að ég kom á vistina að það er ekki eðlilegt :p


4 mánuðir og 28 dagar í bílpróf! =D

já ég lærði smá í gærkvöldi :D duglega ég. þá er ég bara búin með það og get slappað aðeins af í vikunni en ekki verið með allt heimanámið á síðustu stundu :)

ég er svo sannalega byrjuð að finna fyrir þessum bévítans saumum í hendinni! mér er svo íllt að það er ekki eðlilegt. en þeir verða teknir á morgun svo ég þarf ekki að kveljast mikið lengur :D

fór aðeins uppí sveit áðan. en það var nú ekki langur tími því mamma nennti ekki að elda svo við fórum bara í skútuna :p  en ég gat þó séð Guðrúnu Elínu litlu stjúpfrænku sem ég er ekki búin að sjá geðveikt lengi. hún er nú reyndar ekki lítil ennþá. hún er að byrja í grunnskóla á næsta ári :O ji minn hvað maður er orðin gömul sko!

Erla kom með sjónvarps skápinn áðan svo uppröðunin er aðeins breytt. samt ekki, núna erum við bara komnar með náttborð og lampa á milli rúmana og stórt sófaborð :D það er nú munur hliðiná náttborði! haha.

en ég held að ég láti þetta bara gott heita. það les greinilega enginn bloggin mín því það er aldrei kommentað!


Nýtt útlit

já ég ákvað að breyta aðeins um útlit á síðunni. setti vetrar lúkk á þetta þar sem það er nú kominn vetur :)  ég get ekki beðið eftir jólunum! hlakka svoooo til að komast heim í sveitina í Desember og byrja að skreyta allt og þeir sem þekkja okkur vita að það er ekkert til sparað á jólunum heima :p  rauðar perur niður með öllum hliðum og þökum og bara name it. jólasveinar og snjókallar hér og þar í garðinum svo já ekkert er sparað :) en tölum nú um eitthvað annað en jólin :p hehe

fór með Ásgeir áðan í heimsókn til pabba og Önnu sem er nýja kærastan hans :p mér finnst það eitthvað svo spes að ég eigi núna stjúpmömmu þótt þau séu nú ekki gift ennþá :) en hún lítur út fyrir að vera fín kella svo ég hef ekkert til að kvarta yfir :)

svo fórum við Ásgeir og keyptum okkur ostabrauðstangir og stend ég núna á blístri (nei ég sit og ropa, hahahaha good times :p)    

spurning hvað verður gert í kvöld? hmm.  væri svosem gáfulegast að læra bara en við sjáum nú til hverju ég nenni :p

 


LKN ferðalag

já í gær lögðu 105 busar í heljarinnar ferð. fórum eitthvert útí buskan að labba eða það er að segja allir nema ég, útaf hnjánum. svo fóru einhverjir í sund og svo fórum við í Heimaland þar sem við gistum og komum okkur fyrir og fengum svo loksinns að borða! sofnaði svo eitthvað um 1 leytið eftir kvöldvökuna og eitthvað. vaknaði svo rétt fyrir 8 í morgun og pakkaði saman, tók endalaust til þar sem allir nema ég, Guðdís og Dagbjört fóru bara eitthvað út og voru vælandi um að fá að fara af stað í stað þess að hjálpa okkur og þá hefðum við komist fyrr heim! alveg dæmalaust hvað fólk getur draslað til en svo er allt svo erfitt þegar það kemur að því að þrífa það upp!  og þó svo að við höfum verið í taki til nefndinni þá þýðir það ekki að við áttum að þrífa og taka til heldur sjá til þess að það yrði tekið til en sumt fólk er svo óþroskað að það getur ekki gert neitt sem skilar árangri! og hana nú.

komst svo loksinns uppá vist, fór svo og keypti miða á balliðog fór svo aðeins heim til pabba og svo að panta pizzu með Ásgeiri. skellti mér svo í sturtu og er svo bara eitthvað að chilla hérna með henni Erlu minni :D hún er svo mikil rúsína ;D haha.

var svo að setja myndirnar inn úr ferðinni ;D

kommentið! =)


Erla monthani! :p

já hún Erla perla skítarerla var að koma úr fyrsta ökutímanum sínum og hún drap aldrei á bílnum og núna er hún að monta sig því ég drap 3 sinnum í fyrsta tímanum mínum.

en að allt öðru . . .

öll píning er búin í bili. saumarnir voru teknir úr enninu í dag og lítur þetta bara ljómandi vel út, þetta er auðvitað ennþá sár en það lagast nú fljótt :) þá verð ég rosa gella ;D hehe

en í fyrramálið legg ég af stað í ferð með 104 öðrum busum. Ferðinni er heitið í Vík í Mýrdal og eitthvað þar fyrir utan. Gistum öll í einhverjum sal. vonandi verður þetta gaman :)

en í kveld er ég að fara á línudansæfingu :D og þar af leiðandi æfa fyrir einstaklingskeppnina :D:D ég er strax orðin spennt þó svo að það séu rúmir 2 mánuðir í keppnina :p

ég er ansi tóm eitthvað. blogga þegar ég kem heim á morgun ;)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband