Sum orð þín særa mig óendalaust
en þögn þín er helmingi verri.
þið kommentið ekkert svo ég nenni ekki að blogga. kem með blogg þegar mér leiðist það mikið að mig langi til að blogga handa sjálfri mér!
Aldrei segja bless - ef þig langar en að reyna
|
Ef eitthvað er ekki gott þá er það ekki endirinn.
Bloggar | 28.10.2006 | 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
mér var gleymt í gær! :( þannig er málið sko að það var línudansæfing og ég fer alltaf með öðrum kennaranum og hún kemur alltaf til mín rétt rúmlega 7 en svo bara kom hún ekkert! svo ég hringdi í pabba, hann var að vinna, ásgeir var að vinna í hvíta húsinu og sandra var með saumaklúbb! hversu verra gat þetta orðið?! ég var farin að sjá frammá að ég kæmist ekki á æfingu en svo spurði ég herbergisfélagann hans ásgeirs og hann var svo æðislegur að skutla mér :** svo dönsuðum við og dönsuðum og rifjuðum upp dansa síðan ég var að byrja og vá hvað það var gaman. þetta voru dansar sem mér fannst svooo erfiðir en núna eru þeir minna en ekkert mál. svo sprakk ég úr hlátri í einum dansinum því kata kennari gerði eitthvað og þá hlógu allir líka og vá þetta fólk er bara æðislegt. ég væri pottþétt ekki að æfa ef þessir kennarar væru ekki, það er bókað mál.
en jámm svo fór ég bara heim og í sturtu og svo snemma að sofa. vaknaði svo í morgun og pakkaði smá saman og fór svo í lífsleikni en mátti fara eftir smástund því ég og Dagbjört vorum búin með verkefnið :D þannig að ég fer ekki í tíma fyrr en 10 min í 11 því ég er í eyðu í næsta tíma :D svo svona er dagurinn
eyða
eyða
tími (fyrilestur)
hádegismatur
eyða
tími
tími (próf)
ansi gott ekki satt? mér finnst það allavega.
var svo að skoða próftöfluna og ég fer í fyrsta prófið 4 des og síðasta 15 des! ohh akkuru get ég ekki bara farið í próf 4 og 5 des? nenni ekki að hanga svona lengi yfir þessu! :)
jæja er farin að lesa aðeins í dönsku fyrir prófið og svo kannski fara yfir fyrirlesturinn.
endilega kommentið :)
Bloggar | 26.10.2006 | 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er eitthvað svo margt að angra mig þessa dagana, sakna áveðnar manneskju svo mikið. En svona er lífið, verð bara að reyna gleyma þessu. en það er alls ekki að ganga upp.
svo er ég svo slöpp. er búin að vera með kvef og hálsbólgu og skrítna magaverki undafarna daga en dagurinn í dag og gær eru verstir, þegar ég vaknaði í morgun var ég næstum dáin mér leið svo ílla, var alltaf annaðhvort of heitt eða of kalt. ég fór samt í skólann og ætlaði að sjá til hvort ég myndi meika það og auðvitað meikaði hörkutólið ég að vera veik í skólanum. hef líka verið það svo oft áður.
en núna eru bara tveir dagar í miðannarfrí :D get ekki beðið! sofa út 4 daga í röð :D alveg kominn tími á gott frí.
fór til ömmu áðan. rifjuðum upp gamla tíma og það sem við gátum ekki hlegið af því! alveg dásamlegt. svo þegar ég var að fara þá varð ég alveg miður mín að vera að skilja hana eina eftir. hún er svo mikil hetja að geta verið þarna ein. ég verð að heimsækja hana allavega 2 í viku. hún á það svo sannarlega skilið!
held ég hætti þessu núna og fari að greiða á mér hárið. var nefnilega í sturtu áðan :p
Bloggar | 24.10.2006 | 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er að horfa á fréttirnar á ruv aldrei þessu vant. og þar var maður sem var 75% öryrki. það var verið að lækka peninginn sem hann fær í bætur á mánuði og þær voru lækkaðar niður í 90 þúsund! þá á hann eftir að borga 40 þúsund í húsaleigu, símreikning bæði fyrir heimasíma og gsm því hann er með sykursýki og eitthvað svo hann verður líka að vera með gsm síma uppá öryggið, svo á hann bíl svo hann á 10 þúsund eftir í mat á mánuði! hvað er málið spyr ég nú bara? greyið maðurinn getur ekki unnið og hvernig á hann að lifa á 10 þúsund á mánuði???
mér finnst alveg ótrúlegt hvernig farið er með fólk sem minna mega sín. það er eins og þau hafi ekki tilfinningar og þurfi ekki að lifa eins og annað fólk.
þeir sem sjá um þessi mál fyrir öryrkja meiga skammast sín og taka sig á!
ég á ættingja sem hefur mikið þurft að vera frá vinnu útaf spítalavistum og hún fær lítið sem ekkert í bætur eða þannig! því það er ekki nógu mikið að stráknum hennar! þarf hann að vera heila og fótalaus svo hún fái eitthvað af viti eða?
þoli ekki svona.
það á að ganga jafnt yfir alla! takk fyrir!
annars er allt gott bara. Erla að vinna svo ég veit ekki hvað ég geri í kvöld???
Bloggar | 21.10.2006 | 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
ef þið þekktuð mig ekki hvað hélduði að ég væri gömul?
er farin að taka eftir því að æ fleiri halda að ég sé amk 18 ára!
var nú bara á línudans æfingu á sunnudaginn og þá var mér boðið að koma með þeim á ballið eftir keppnina og svona út að borða og allskonar og ég játaði því auðvitað og svo sagði kennarinn já svo verðum við allar að bera saman ábyrgð á henni. þá sagði ein, bíddu hvað ertu eiginlega gömul? þá hélt hún að ég væri komin með aldur til að skemmta mér :p hahahaha ég hló bara inní mér sko :p
svo lít ég út fyrir að vera eitthvað fullorðin eða??
Bloggar | 19.10.2006 | 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunna meinaru þetta í alvöru? því ég og Erla gerum það :p þetta yrði amk rosa gaman =)
annars er dagurinn búinn að vera rosa nice. fór bara í 4 tíma og dreif svo allan heimalærdóminn af svo ég gæti aðeins slappað af núna í kvöld.
svo fórum ég, Erla og Sigurbjörg á galito :p það var obboslega gott. bréfið til okkar um þennan fund hefur eitthvað vilst í pósti líklega :p haha. hefði ekkert verið á móti svona fána og dagskrá :p haha djóóóókur ;p svo röltum við út í sjoppu til að kaupa inneign og svo uppá vist. horfði þar á sjónvarpið á meðan stelpurnar fóru í ræktina en þær komu nú fljótt aftur þar sem þær gáfust upp á miðri leið :p hahahahaha
ætla svo að fara koma mér uppí rúm fljótlega þar sem ég er mjög þreytt.
ætla nú bara að hafa þetta stutt blogg
Bloggar | 16.10.2006 | 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
í gær fóru ég, Erla, Sigurbjörg, Guðdís og Óli til reykjavíkur. ég keypti aðeins eina peysu sem kostaði líka rúmlega 9 þúsund. mig langaði svo að kaupa hana síðast þegar ég fór en týmdi því ekki því ég var búin að kaupa mér buxur sem kostuðu 9 þúsund svo ég ákvað að láta peysuna bíða. en þar sem það var kringlu kast í gær keypti ég peysuna, hún átti sko að kosta 11 þúsund. Svo mætti ég næturverðinum í kringlunni en hann var svo merkilegur með sig að hann tók ekki eftir mér?!?! það er naumast snobbið í þessum háskólingum ;);) hahahaha
svo fór ég beint heim eftir skóla í dag með viðkomu í Nettó þar sem ég var beðin um að sjá um kvöldmat, óskaréttur kvöldsins var kjúkklingarétturinn minn (eða Ellu) svo skoppuðumst (haha:p) við í sveitina og ég fór aðeins í tölvuna og fór svo að gramsa í gömlu dótið sem ég hef geymt inn í skáp í margar aldir. Þar kom margt skemmtilegt í ljós, m.a blaðagreinar úr skessuhorninu þar sem ég var spurð að hvað uppáhalds fagið mitt væri, ég var auðvitað gáfuð og sagði stærðfræði sem var auðvitað alveg rétt. þarna var ég 11 ára, með hárið skipt í miðju og hringlótt gleraugu! svo fann ég öskudags mynd af nokkrum nemendum skólans sem birtist á forsíðu Skessuhorns eitt sinn. svo fann ég myndir frá því ég var í leikskóla og nælu sem ég bjó til með mömmu einhverntíman þegar ég var í aðgerðar stússi, var líklega 4-5 ára. svo vildi svo skemmtilega til að ég fann líka gleraugun sem ég var með á myndinni sem var tekin af mér með spurningu vikunnar! tilviljun? og ég ákvað að henda þeim ekki þar sem mér á pottþétt eftir að finnast gaman að skoða þetta aftur eftir 2-3 ár. alltaf gaman að fara í gegnum gamalt dót. svo fann ég líka billjón myndir af britney vinkonu minni en ég henti þeim nú öllum.
En svo vaknaði Davíð og bað mig um að hjálpa sér að raka af sér hárið og ég gerði það þótt ég væri nú ansi hrædd um að meiða hann en svo var ekki. svo hlóum við af einhverju sem var akkúrat ekkert fyndið og ég veit ekki hvað og hvað. svo reyndi hann að koma mér saman við einhvern ármúling en ég er hrædd um að það beri lítinn sem engann árangur þar sem þeir eiga flestir eitt sameiginlegt, læt það ósagt hvað það er.
en hann sagði mér að drífa mig í MK eftir almennu brautina. en það eina sem stoppar mig er hvar á ég að vera? málið að vinna eins og brjálæðingur næsta sumar og leigja svo næsta haust eða hvað? þetta er spurning sem ég þarf að hugsa vel og vandlega.
en eins og þið vonandi sjáið þá er ég að gera upp síðuna. setja nýjann banner og svona :) reyna að lífga eitthvað aðeins uppá þetta.
en vá ég er farin að vera háð Bubbles! fer oft í hann á morgnanna og tek svo tölvuna með í skólann og fer þá í hann í löngu frím. og hádeginu og svona. alveg einstakt fyrirbæri :p
á mánudaginn hefst níunda skólavikan!! tíminn hefur gjörsamlega flogið áfram! svo það eru bara 6 vikur eftir :) újééééé
held ég láti þetta gott heita í bili.
Bloggar | 14.10.2006 | 00:01 (breytt kl. 00:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)