Gleðileg jól =*

jæja þá eru gleðileg jólin gengin í garð.

á Þorláksmessukvöld fórum við á skagann eins og alltaf, röltum smá og rúntuðum útum allan bæ. finnst þetta verðandi "kaffihús" ömurlegt að hafa ekki opnað fyrir jól. langaði svo í heitt kakó og vöfflu eftir röltið eins og í "gamla daga"

á aðfangadag vaknaði ég rúmlega 8 og fór með morgungjöf inn til mömmu. læddist eins og ég gat því ég vildi ekki vekja hana, helti uppá kaffi handa henni og fór svo í sturtu. þegar ég kom úr sturtunni leyndi ánægjan sér ekki :) svo þetta tókst fullkomlega hjá mér.

svo tók ég aðeins til í herberginu mínu og borðaði svo möndlugraut, Ásgeir vann möndluna :( setti svo á marenstertu og gerði brauðrétti og setti á rjómatertu, er þvílíkt ánægð með hana. hún var svaka flott :p  svo týndi ég matarstellið saman og gerði allt huggó með mömmu, horfði aðeins á Strákana 2 og fór svo og gerði mig sæta :) borðuðum svo kvöldmat og opnuðum svo pakkana. er mjög ánægð með allt sem ég fékk :)

7000kr inneign í Laugar spa - Mamma og Maggi

Úr, hringi og eyrnalokkar í stíl - Sandra, Ásgeir og Andri Páll og auðvitað Týri líka :p

Síðerma bolur - Ella, Svenni, Laufey og Magnús

stuttermabolur - Davíð og Rósa

Puma sturtusápa - Hannes, Daný og Kristinn

kerti og fyrsta hjálp taska - Bjössi og Guðrún Elín

Mynd af afa ;* og armbönd - Adda amma

Sæng og nammi - Pabbi, Anna og Gagga amma

Engla stelpu kertastjaki - Þórður frændi og Sigga

2500kr - Gunnar afi

3500kr - Lóa

og síðast en alls ekki síst

Geðveikir eyrnalokkar og karmellur ;p - Dagbjört mín ;*

þykir vænst um myndina af afa ;*

og það þurfti auðvitað að gera mig enn meira vorvitna. mamma var rosa fyndin að setja gjafabréfið mitt í kassa og vafði honum inní handklæði svo það leit út fyrir að ég fengi mjúkan pakka. svo setti hún eitthvað dót í kassan með skartgripunum frá Söndru og þeim svo hann var mun þyngri en hann var í raun og veru og svo var Dagbjört mjög fyndin og setti eyrnalokkana í kassa og karmellurnar líka svo það hringlaði í pakkanum og ég varð ekkert smá forvitin :p

sofnaði svo eitthvað að verða fimm eftir að hafa horft á Sálin og Gospel sem ég gaf mömmu :p  var svo vakin rétt fyrir hádegi til að fara í mat til Lóu, það var fínt. fór svo á skagann með Ásgeiri og við fórum til ömmu og gáfum henni pakka og líka pabba, þau voru þvílíkt ánægð með þá :) fórum svo í mosó í mat og borðaði ég hangikjöt í annað skiptið í dag! svo ef ykkur langar að bjóða mér í hangikjöt þá nei takk :p fórum svo heim og hér er ég. ekki að nenna að fara sofa :p sef út á morgun og fer svo til ömmu og svo í mat til pabba og Önnu :)

svo bara jólatónleikar 28 desember til styrktar Krabbameinsfélaginu. fer með Gerðu, Ásdísi, Palla og Jóhanni ;** hlakka ýkt mikið til, fullt af skemmtilegu fólki sem kemur framm. Bríet Sunna, Snorri, Birgitta, jónsi held ég, gospel kórinn og sálin og fuuuuult af fólki. bókað mál að það verði stuð!

spurning hvað verður gert um áramótin. Hvað ætlar þú að gera?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

eta og sofa heheheh

Ólafur fannberg, 27.12.2006 kl. 08:21

2 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

hehe þvílík skemmtun :p

Guðbjörg Þórunn, 27.12.2006 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband