rafmagnsleysi og hnetur í öllu!

þar sem ég hef ekkert að gera ákvað ég að blogga smá.

fór í afmæli í dag til Bjössa og það var bara mjög fínt :) kom svo við í sjoppu því ég var svo svöng í nammi og keypti mér Minstrels. fór svo bara heim og hámaði hálfan poka í mig og varð þvílíkt flökurt af því. en svo þegar flökuleikinn lagaðist hélt ég áfram að borða það en hnerraði þvílíkt mikið og nefið stíflaðist svo ég las innihaldslýsinguna! voru þá ekki hnetur í þessu! arrrrrghhh!!!! afhverju í fjandanum þarf að troða hnetum í allt?!?!!!! það er ekki einu sinni hnetubragð af þessu svo tilhvers að hafa þær?????  það skil ég ekki og mun aldrei skilja.

svo núna er Minstrels útskrifað fyrir lífstíð!! Frown

var svo í gúddí að hlusta á tónlist og eitthvað og þá bara kabúmm! rafmagnið fór af. freeeekar spúkí þar sem það var ALLT svart! og síminn minn batteríislaus svo ég hafði ekkert til að lýsa þar til ég finndi vasaljós. get nú alveg viðurkennt að ég var oggupons hrædd Blush en bara smá samt.

komst svo inn til mömmu sem var með vasaljós hjá sér því rafmagnið fór af fyrr í kvöld. notaði vasaljósið til að lýsa á spegilinn svo ég gæti nú tekið úr mér linsurnar, henti öllu dótinu úr rúminu mínu á gólfið og fór uppí rúm en þá kom rafmagnið aftur á Grin vona að það fari ekki aftur af því mér líður alls ekki vel þegar allt er svart og hljótt Undecided ætla til öryggis að sofa með kveikt á iTunes því ef rafmagnið fer af þá hef ég amk tónlist Tounge 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt fyrir lestur og innlit

Ólafur fannberg, 10.12.2006 kl. 09:09

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Verður tölvan þín ekki batterýslaus? Þaðer ekki hollt að hafa tölvuna í sambandi ef það verður rafmagnslaust.

Þjóðarblómið, 10.12.2006 kl. 12:22

3 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

jú hún verður það. tók bara sénsinn á að rafmagnið færi ekki aftur af og það stóðst :)

Guðbjörg Þórunn, 10.12.2006 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband