Síðasta línudansæfingin á þessu ári var í kvöld. skemmtileg æfing bara, gat dansað næstum því allan tíman :D en sökum fastra liða eins og vanalega þurfti ég að horfa á í restina :/ er að verða brjáluð á þessu hné-i !!
ég og mamms fórum í bæinn í morgun. vöknuðum um 8 leytið og gátum því haft allan daginn í að versla, sem við gerðum. ég keypti mér samt bara nærföt, btw alveg eins og ég á! arrg! en það er svona að vera með ofnæmi. keyptum svo böns af jólagjöfum og svo fór ég á skagann og mamma fór heim en sótti mig svo eftir æfingu.
en á morgun þarf ég að læra fyrir stærðfræði prófið. eða læra og ekki læra, aðalega bara rifja upp. kann þetta allt nema kannski eitt. svo eru sumir eitthvað að efast um það að ég kunni stærðfræði! get nú sagt þér það bjáni minn að ég kann hana alveg :D er allavega að fá 8-8,5 í skyndiprófum svo ég kann hana víst, það ert bara þú sem kannt hana ekki eða þú veist ehh já :p
fer svo í afmæli hjá Bjössa stjúpbróður mínum á laugardaginn, hlakka til því ég hitti hann svooo sjaldan :/
eins og einhverjir tóku eftir þá læsti ég síðunni í smástund. aðal pointið var að tékka hverjir og hversu margir myndu spyrja um lykilorðið en svo ákvað ég að hafa það ekkert lengur því mér fannst eitthvað svo spes að hafa það :p
nú heimta ég komment!
Athugasemdir
hææ:D flott blogg!=) og gangi þér vel í prófunum:D:**
Thelma (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.