bloggleysi

ástæðan fyrir bloggleysinu er sú að ég hálfgleymdi þessari síðu.

hef heldur ekki verið mikið í tölvunni þar sem það er búið að vera kreisí mikið að gera. hætti í bakaríinu síðustu mánaðarmót. og fór strax að vinna í Ferstiklu í Hvalfirði :D ótrúlega skemmtilegt að vera þar. 12 tíma vaktir, vinn í tvo daga og fæ frí í tvo daga, ótrúlega nice.

svo er ég búin að vera hjálpa pabba að gera upp íbúðina sína, setja parket og mála allt.

Og síðast en ekki síst er ég að telja niður dagana fyrir Danmörk:D bara 11 dagar til stefnu :p æði æði æði.

en plönin fyrir helgina eru komin. núna í hádeginu ætla ég að skella mér á skagaströnd til afa og vera þar yfir helgina. hlakka rosalega mikið til.

en núna hef ég eiginlega ekki tíma til að blogga meira. þarf að taka þvottinn minn inn af snúrunum og klára að pakka og svona.

 

reyni að blogga fljótlega aftur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég var einmitt að hugsa um það fyrir nokkrum dögum hvort þú værir ekki á lífi...

eitthvað farið á kaffi rót ?   ferðu austur um versló ?

Hulda (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 11:04

2 identicon

ég fór í fyrsta skiptið, það verður aftur á morgunn, 14. júlí.

Hulda (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 17:13

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég kíki nú reglulega við hérna og hef saknað þess að sjá ekki blogg frá þér :) Góða skemmtun í Danmörku litlan mín :) ég ætla að vera í ölveri fram á miðvikudagskvöld og svo fer ég til Ítalíu eftir 10 daga :)

Þjóðarblómið, 18.7.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband