mér finnst svo stutt síðan að ég var alveg ohh keppnin er eftir mánuði en hún er í dag :D eftir tæpa tvo og hálfan tíma :O
er orðin soldið mjög mikið spennt svo ég ákvað að blogga til að koma smá af þessari spennu út svo ég tapi mér nú ekki :p hehe
fór á loka æfinguna í gær. hún gekk bara vel. en við þurftum samt að breyta uppröðuninni því ein datt út. þannig að núna erum við í þrem röðum og þrjár í fyrstu, fjórar í annari og fimm í þriðju. ég er ég miðjunni í fremstu röð ! sem er svosem fínt en samt ekki því þá er ég æ ég veit ekki:p
svo ætlaði ég að fara snemma að sofa en það tókst ekki. fór að sofa um 2 held ég eða eitthvað og vaknaði spræk rétt fyrir 10 í morgun og hafði mig til í rólegheitum og er núna tilbúin. finnst ég samt soldið kellingaleg í þessum búning. en ég verð víst að vera eins og hinar :)
er í svörtum buxum, hvítri skyrtu, svörtu vesti með hvítu kögri og með bóló og svartan kúrekahatt með semalíubandi utanum svo verð ég í svörtum kúrekaskóm
en í einstaklingskeppninni verð ég í brúnum kúreka stígvélum, gallapilsi, svörtum og bláum bol og örugglega bara með svarta kúrekahattinn :) vona að ég fái auka stig fyrir búningana því þeir kostuðu sko sitt!
verð svo eftir í bænum þegar ballið og allt er búið, ætla að lúlla hjá Ellu minni og hjálpa henni að undirbúa afmælið hans Magga litla á morgun. það er að segja ef ég verð í ástandi til þess :p hehe
en ætla ekki að hafa þetta lengra. er farin að pakka því síðsta niður og svo er ég farin að keppa.
óskið mér góðs gengis ;);)
Athugasemdir
gangi þér veel:D veit þér á eftir að ganga veel:D:*
Elskjú<3:*[L] :D
sirrý (IP-tala skráð) 11.11.2006 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.