kominn tími á að hætta?

er að pæla hvort ég eigi að hætta með þessa síðu? 2 komment á blogg er frekar lítið sko ....

annars er eitt og annað að gerast hjá mér þessa dagana. fór á þriðjudaginn á Domus Metica til Óla besta lýtalæknis í heimi! hann tók tvo fæðingabletti af þremur sem voru grunsamlegir. annar var á enninu og hinn á innanverðum upphandleggnum. hann saumaði 3 spor á ennið en 5 í hendina og fann ég líka mun meira til í hendinni á þriðjudaginn. en eftir að þessu lauk fór ég aðeins í kringlunna en verslaði nú ekki meira en eitt skraut á símann minn og traktor handa Andra litla frænda því hann er veikur. var með svo mikinn hausverk eftir "aðgerðina,, að ég meikaði ekki að versla eitthvað hevý. svo fór ég bara heim í sveitina góðu og þar var stjanað við mig. steinsofnaði í sófanum, enda þurfti ég að vakna kl 6 um morguninn! svo skutlaði mamma mér uppá vist eftir kvöldmat.

þarf svo að fara uppá spítala á þriðjudaginn og láta taka saumana úr enninu en saumarnir í hendinni verða teknir á mánudaginn eftir viku. en núna mánudaginn 25 september verða teknar hinar tvær tennurnar :/ svo það er bannað að hlæja að mér!

en á laugardaginn ætla ég aldeilis að gera mér dagamun! ég er í fríi svo ég ætla í bæinn með mömmu að versla endalaust og fara svo út að borða með henni, Gerðu vinkonu hennar og Jóhanni syni hennar og jafnframt mestu hetju í heimi :** að því loknu skoppumst (haha) við á Footlose. get ekki annað sagt en að það sé smá spenningur í mér þar sem ég hef ekki gert neitt í billjón daga og heldur ekki gert neitt með Jóhanni síðan ég var sko 7 ára eða eitthvað! hálf skammast mín fyrir það en svona er þetta bara :)

er að blasta Truly Madly Deeply - Cascada á fullu í heyrnatólunum mínum því Erla gella er að leggja sig. og ég tók eftir því fyrst áðan að það eru sömu hljómar í því lagi og My heart will go on - Celine Dion! sem ég kann by the way að spila ;D  ég sem er búin að hlusta á þetta lag svona billjón og tvisvar og hef aldrei spáð í því! össöss...

en í morgun fór ég í prófíl myndatöku! leið eins og einhverjum asna þarna, sat og horfði í myndavélina á meðan hann smellti 8 sinnum! og ég með einhvern plástur á enninu :O haha þetta verður bara fyndið :p

kommentið nú! ég hef ekki bloggað svona innihaldsríkt blogg síðan ég kom á vistina svo eins gott fyrir ykkur öll að kommenta! ef ég fæ ekki 4 komment frá 4 mismunandi aðilum þá er ég hætt með síðuna takk fyrir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hætta:S peff nei:*(K) hehe;) elska að lesa bloggin þín(L) þannig að;* ekkert hætt hérna;*:D heeh(K) en jamm heyri í þér;*;*(K)

Thelma (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 19:30

2 identicon

2 komment komin :D bannað að hætta:*

Anna (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 19:33

3 identicon

Þarftu 4 komment frá 4 mismunandi aðilum eins og í 16 komment samtals, eða bara fjögur samtals?

En fyrst þig vantar komment er rétt að ég bendi á að ég vil hafa sem flest vistarblogg starfandi svo ég geti njósnað um ykkur vistarbúa ;)

Fjandans næturvörðurinn (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 20:07

4 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

skarplega athugað Máni :p en nei ég þarf bara 4 komment, semsagt 1 í viðbót því komment frá mér teljast ekki með :)

Guðbjörg Þórunn, 21.9.2006 kl. 20:16

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég kommenta.. viðurkenni að ég er ekki nógu dugleg að kíkja hingað inn.. en skil eftir ummerki í næstum hvert einasta sinn :)

Hafðu það gott litlan mín :)

Þjóðarblómið, 21.9.2006 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband