einmannaleiki

að vera ein í herbergi á vist ætla ég mér aldrei að verða! Erla fór heim áðan og kemur ekki fyrr en annaðkvöld eða eitthvað og ég er strax orðin einmanna!  en ég er á leiðinni á rúntinn með minni yndislegu Dagbjörtu og Tandra :) þau eru einu vinir mínir sem nenna að koma ;D aheeeem!

 

var á dagvakt á hróa í dag sem þýðir að ég vann frá 10 í morgun til rúmlega 8 í kvöld. það má segja að þetta hafi alls ekki verið minn dagur. var ógeðslega þreytt og byrjaði á að þrífa djúpsteikingarpottinn og þá þarf maður að skrúfa svona krana á hann sem á að taka ca 10 sek en tók mig 10 min! hann ætlaði aldrei að skrúfast í ! ég varð ekkert smá pirruð.  svo í hádeginu var hlaðborð og ég var að gera pizzur á það og gerði óvart tvær pizzur í röð með ananas! hugsunarleysi eða já.  var svo að gera hundrað og billjón brauðstangir eftir hádegi og ein brauðstöngin vildi ekki fara af bökunar plötunni svo ég þurfti að ýta henni af og hvað haldiði að ég hafi gert? jú ég brenndi mig og það enginn smá bruni!  varð strax alveg eldrauð og svo hringurinn var á stærð við sko ég veit ekki hvað! setti alovera gel á það og þá minnkaði roðinn svo núna er ég bara rauð akkúrat þar sem ég brenndi mig og býst ég við að fá ör :/ svo núna er ég með tvö brunasár á sömu hendi! gebbað! nýjasta sárið er á myndinni uppi

svo ég var bara mjög fegin að komast uppá vist! fór reyndar fljótlega til Andra og Söndru en stoppaði bara stutt sökum þreytu. fór uppá vist og var komin í náttfötin þegar Dagbjört hringdi en ég er búin að klæða mig aftur svo ég bíð bara eftir að þau komi :D:D

fékk svo útborgað í gær hmm 8 dögum eftir mánaðarmót?!?! en ok ég fékk 121 þúsund, 408 krónur :D er ekkert smá ánægð en ég átti þetta svo sannarlega skilið því ég var búin að vinna í 121 tíma !!! 

ætla sofa eins lengi og ég mögulega get á morgun, liggja svo í leti yfir nágrönnum og læra svo kannski smá. ekkert sem liggur á samt. en þá er ég bara búin með það :)

jæja, mál til komið að taka inn verkjatöflur þar sem hnén mín eru farin að kvarta!

haldið áfram að kommenta! =)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvahh ætlaru ekkert heim yfir helgina barn ? =/ heeh, ég kem ábyggilega ekki fyrr en á mánudagsmorgun kl hálf 8 eða e-ð ;D heeh.. þú skemmtir þér maður ;D eeen blella ;D

Erla (IP-tala skráð) 9.9.2006 kl. 23:44

2 identicon

Og já btw, nú veistu hvenir vistarlífið er án mín !

HELL!!! hahaah :D

erla (IP-tala skráð) 10.9.2006 kl. 00:51

3 identicon

æh.. klaufi.. vá hvað þetta er stórt :-o
eenn þetta grær áður en þú giftir þig ;)
bless ;*

Sirrý (IP-tala skráð) 10.9.2006 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband