mér leiðist svo hrikalega að ég ætla að blogga þó svo ég sé bara búin að fá eitt komment við síðustu færslu.
var bara að vinna í kvöld, það var alveg fínt. var svo langa vakt með Valdísi, svo tókum við smá rúnt og svo skutlaði hún mér heim, eða þið vitið uppá vist :) er núna bara að bíða eftir að æðislegi herbergis félaginn minn hún Erla sendi mér sms! þá fer ég labba til hennar á Galito :)
er að hlusta á Bass hunter / Boten Anna fínasta lag :p
en útí allt annað.
í dag erum við Gísli búin að vera saman í 2 mánuði! :D og er þetta búinn að vera dásamlegir 2 mánuðir :**
en eini vinur minn í augnablikinu virðist vera næturvörðurinn hérna á vistinni. hann er sá eini sem nennir að tala við mig! kom áðan úr vinnunni og hann stoppaði mig og byrjaði að spjalla og við töluðum saman í dágóða stund, aumingja hann að þurfa að vaka alla nóttina. myndi ekki meika það :/ svo það er spurning hvort ég skelli mér framm? ahh nenni því ekki, ætla frekar að vera hér og drekka kókið mitt og láta mér leiðast :) það er nauðsynlegt stundum.
læt þetta gott heita, Erla fer vonandi að verða búin að vinna.
5 komment takk! =)
Flokkur: Bloggar | 26.8.2006 | 23:20 (breytt kl. 23:20) | Facebook
Athugasemdir
oG 50 min seinna fékkstu sms frá æðislega herbergisfélaganum =D heeh,
Erla (IP-tala skráð) 27.8.2006 kl. 01:50
þvílík hamingja já :D
Guðbjörg Þórunn, 27.8.2006 kl. 14:42
æjj ekki gott að þér leiðist svona!..:S össöss en hey stefni á því að kíkja á þig næstu helgi ef þú verður ekki að vinna eins og brjálæðingur;*:D hehe;* láttu mig vita skan;*;*
Thelma (IP-tala skráð) 27.8.2006 kl. 21:01
hun hedder anna, anna hedder hun... haha vorum að blasta þetta í botn um daginn :D enn allavega blogga, blogga, blogga :P
Gísli (IP-tala skráð) 27.8.2006 kl. 22:00
Til hamingju með 2 mánuði :) Ef að ég þarf að vera einn hangandi frammi alla nóttina og einhver pælir í hvort hann eigi að skella sér fram (þetta gildir um alla vistarbúa) þá er svarið alltaf já, það á að drulla sér fram.
Þakka samúðina og það eru komin 5 komment svo þú þarft að blogga.
Máni.
Næturvörðurinn hérna á vistinni (IP-tala skráð) 27.8.2006 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.