það held ég nú. eftir að ég fór á skagann hef ég ekki nennt að blogga baun í bala, en hef ekkert að gera núna svo ég ætla reyna skrifa eitthvað.
~''~''~
það eru 3 neglur eftir! :O hinar eru allar brotnar og ógeðslegar, ekki alveg eins og ég ætlaði mér en ég fæ mér bara aftur seinna neglur. má ekki vera að því núna því ég er að vinna svo mikið.
---
fór á föstudaginn og náði í nýjar ofnæmissprautur og borgaði 3400 krónur fyrir þær! á ekki bara að setja mann á hausinn fyrir að vera með ofnæmi?!? þeir sem verðleggja ofnæmissprauturnar hugsa örugglega já hún getur keypt svo lítið af fötum og dóti, látum hana þá bara borga mikið fyrir ofnæmissprauturnar sem hún þarf að nota eeef hún fær ofnæmiskast! ég er viss um það.
---
Mammsla ætlar að visita mig á eftir. get ekki annað sagt en að mig hlakki til að fá kelluna í heimsókn. er ekki búin að vera heima síðan á Þriðjudaginn, semsagt í 6 daga. og fer líklegast ekki heim fyrr en á föstudaginn í næstu viku því þá er síðasti skúringadagurinn minn og ég er í fríi þá helgi.
ætla slappa af alla þarnæstu helgi, er að vinna núna um versló svo ég ætla að slappa af helgina eftir. er heldur ekki búin að vinna á markaðnum síðustu tvo sunnudaga vegna þreytu og vinnu á hróa. er að pæla í að láta mömmu hringja í kelluna og segja að ég geti bara ekki verið á markaðnum lengur. ég fer bráðum að byrja á dagvöktum og svo er skólinn að fara byrja og svona og ég verð bara að eiga mér smá líf :)
~''~''~
ætla leyfa ykkur að sjá hvað ég þarf að gera á hróa þegar ég kem á morgnanna
- taka alla olíu úr djúpsteikinga pottinum og þrífa hann
- skrúbba pönnuna og skafa hana svo
- setja allt fitudót í uppþvottavélina
- þvo svo vélina og setja nýtt vatn í hana
- skúra take away-ið, salinn og eldhúsið
- kveikja á eldavélinni
- ryksuga
- stóla niður
- fylla á alla kæla
- gera hlaðborðið klárt
- vaska upp
- drulla mér heim
þetta lítur kannski út fyrir að vera svaka auðvelt en það er það ekki. sérstaklega á miðvikudögum, því þá er ég líka að vinna á kvöldin. svo þá er ég bæði að vinna í hádegis og kvöld mats törninni. sem getur verið aaaafar strembið stundum.
en úr einu í annað
---
er að hlusta á fréttirnar, þær eru í tv-inu frammi. það var einhver gaur sem beit part úr eyra á einhverjum dj á skemmtistað einhversstaðar! halló, hvað er málið. hlustaði svo á eitthvað á fm 95,7 í morgun og þá sagði Heiðar Austmann að þessi gaur hafi bara verið svo svangur og mælti með að veitingastaðirnir ættu að opna fyrr svo greyið maðurinn þurfi ekki að borða eyru :p soldið spes :)
---
jæja, segjum þetta gott. kommentið nú :)
~''~''~
Athugasemdir
Umm hver myndi ekki vilja parta úr eyra ég spyr bara :D?
Jammýý i want food in my tummie :D haha..
En hérna langt síðan maður hefur heyrt í þér roomie to be ;D við verðum að fara að hittast sko kjélla góð..=D
En hérna ég ætlaði að segja eitthvað en það er bara dottið úr skammtímaminninu núna svo að ætli ég láti þetta ekki gott heita og kveðji hér með þessum orðum :D bleeesssuuuððð :D:*
Örlýý Godmunds :D (IP-tala skráð) 31.7.2006 kl. 20:34
Hæm... Haha..
Hvað er að fólki =/ Bíta part úr eyra á einhverjum gaur...!!! Oj =S :P
En sé þig :* :* :*
Sirrý (IP-tala skráð) 2.8.2006 kl. 15:20
haha:D en jamm annars flott blogg:* eins og öll hin:D elsksaa að lesa bloggin þín:D;) en jamm sé þig vonandi bráðum:D:*:* haha og ja töff mynd af okkur hahaah:D:D:*:*:*
Thelma (IP-tala skráð) 2.8.2006 kl. 16:03
jebb myndin rokkar ;D hehe.
jámm hlakka til að hitta þig, þurfum að hafa svona thelmu og guðbjargar dag eins og við höfum stundum gert :D
:**
Guðbjörg Þórunn, 2.8.2006 kl. 16:25
jeff:D:*:* sé þig:*:*
Thelma:* (IP-tala skráð) 2.8.2006 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.