dagarnir einkennast af pössun og þreytu hjá mér. vaknaði samt óvenju hress miða við hina dagana, þeir voru hell sko. sérstaklega gærdagurinn. vaknaði rétt fyrir 8 eftir 4 tíma svefn eða eitthvað.
fer alltaf að passa klukkan 8 alla daga en gallinn er bara sá að ég get ekki sofnað fyrir kl 00:00! það er bara pirrandi. og vakna þessvegna þreytt og pirruð um morguninn. en það eru bara 10 dagar eftir :D
ég get nú ekki séð að bloggátakið mitt sé að virka. en ég reyni.
fór í bæinn á þriðjudaginn til ofnæmislæknis. hún sagði mér eitthvað að viti nema ég varð svolítið pirruð, nei eiginlega ólýsanlega pirruð! þannig er mál með vexti að svona bráðaofnæmi er mjög erfitt, það er svoooo létt að gefast upp og hef ég oft hugsað um það. það er alltaf eitthvað sem ég þarf að varast og vera vakandi yfir. en já kellan sagði að það kæmi fólk til hennar sem vildu vera með bráða LATEX ofnæmi!!!!!! hvað er að ykkur fkn fólk?!?!? svona fólk á að vera lokað inná geðdeild sko! gjössovel þið megið fá mitt!!! prufið að forðast allt gúmí og alla teyju og segið að það sé gebbað gaman! það er algjört helvíti svo þroskist fólk og verið glöð!!! ég óska engum að fá þetta ofnæmi, það er bara hell. en ég verð að sætta mig við það og halda áfram að lifa með því alla tíð. ég ætla ekki að láta eitthvað ofnæmi skemma fyrir mér lífið. það eru jú auðvitað margar hindranir en ég læt þær ekki stoppa mig!
en ég fékk eina góða frétt. eða hún er ekki orðin alveg 100% en hún mun verða það innan tíðar. kellan sagði að ég mætti vera í fötum sem eru með elastin og lycra! sem eru btw teyju efni. þetta fékk mig til að hugsa tvennt: afhverju í ands****** var mér ekki sagt þetta fyrir 11 árum! neinei látum hana bara brjálast og segjum henni þetta svo (Y) aarg! svo hitt: ef ég má vera í þessum efnum er þá eitthvað latex til? eins og t.d í sokkabuxum, pollagöllum og þessháttar. er kannski bara verið að ljúga að mér og búið að breyta mér svo ég bregðist svona við þessum hlutum? hmm þetta er spurning sko.
en útí allt aðra sálma.
Gísli gæskan kom á þriðjudaginn. það var dásamlegt. fórum svo uppá skaga í gær og ég fór að vinna :/ úff það var bara frekar skemmtilegt sko. var mest í að fletja út. gerði líka í fyrsta sinn Hróaborgara :p það var stuð :p
er búin að passa úr mér allt vit í dag, passaði frá 8-12 og frá 1-hálf 7. fer svo að passa frá 8- ca 11 á eftir. semsagt 12,5 tímar og fæ 5625kr ef mér skjátlast ekki. er mjög ánægð með það :)
en jæja. hamborgaralyktin úr eldhúsinu er að ganga frá mér. er ekkert smá svöng! ætla fá mér að éta!
Athugasemdir
Gott blogg :) langaði til að kommenta en hef ekkert voðalega mikið að segja.. hmm.. kemur kannski seinna.. :)
Þjóðarblómið, 6.7.2006 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.