var að koma af Akureyri. fór á söngkeppnina í gær og þrátt fyrir að FVA vann ekkert þá var þetta gott hjá þeim ;* en ég verð þó að vera hreinskilin og held og vona að það fari ekki fyrir brjóstið á stelpunum en mér fannst þær standa sig betur í forkeppninni. núna voru auðvitað miklu fleiri bæði áhorfendur og keppendur. en þetta var samt sem áður mjög skemmtilegt og frábært hjá ykkur ;*
ballið var mjög skemmtilegt en fór samt kl 3 sökum þreytu. vaknaði svo ýkt úldin í morgun til að fara með rútunni.
núna styttist óðfluga í keppnina og æfingarnar eru því mun fleiri. er að fara á æfingu núna eftir smá. ég þarf samt að finna búning! ætli það endi ekki með að ég verði í einhverjum gömlum tuskum! hugsa það. er annars mjög spennt fyrir þessu :)
er aðeins að ljósast núna, fór tvisvar í síðustu viku og ætli það verði ekki eitthvað svipað í þessari viku.. aðeins að ná sér í smá lit svo ég verði nú ekki eins og albinói :p
gæti sagt svo miklu meira en ætla að koma mér á æfingu.
Athugasemdir
Ljós eru óholl,, !
Náttúrulegi húðliturinn er lang flottastur
erla (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 23:09
í hvaða flokk á að keppa ?
Hulda (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 12:12
erfiða
Guðbjörg Þórunn, 18.4.2007 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.