já ákvað að blogga á meðan netið virkar.
vinnan í gær var hörmung. gerði grilljón mistök og var bara annars hugar allan tímann. en svona er þetta. vona að helgin verði skárri.
horfði svo á sjónvarpið og eikkað þegar ég kom heim og svo Á tjá og tundri, það er snilld! :D svo hringdi Gísli og við töluðum í alveg grilljón langan tíma. hann átti örugglega milljón í inneign því við töluðum svo lengi saman. fór svo bara að sofa þegar ég var búin að tala við hann :)
Miðvikudagur 7 júníVaknaði rétt fyrir 9 og skoppaði í morgunmat áður en allar stelpurnar borðuðu. Svo var tiltekt og rölti ég þá á milli herbergja að aðstoða og svona. Svo var biblíu lestur. Ég held ég hafi aldrei áður verið svona áhugasöm á þessum sögum og öllu eins og ég er núna og ég er starfsmaður! Halló sko, en já ég skemmti mér vel og svo fórum við út í brennó og svo að borða. Fórum svo í smá gönguferð og leiki, það var svaka stuð. Svo kom drekkutími og svo fór ég í frí. Ég er sko með plan sem ég fylgi allan daginn, alla vikuna og á því stendur Matarungi J en ekki Matvinnungur, piff!Ég nýtti reyndar bara fríið mitt í að borða nammi og eitthvað, var ekki með tölvuna svo ég hafði ekkert að gera.
Svo vorum við Kristjana með leikherbergi svo við fundum leikrit og leik og heppnaðist það ljómandi vel á kvöldvökunni.
en ég er allavega að drepast í bakinu og öxlinni og líka í hálsinum. er orðin soldið mikið pirruð á þessu! Gísli smitaði mig pottþétt í símanum í gær! hahaha :p ætla nota daginn í að slappa af og vorkenna sjálfri mér. þarf reyndar að setja utan um rúmið mitt og ganga frá draslinu síðan ég var í Ölver. er alls ekki að nenna því.
Fimmtudagur 8 júníVaknaði klukkan 8 og skellti mér í sturtu þar sem ég nennti því ekki kvöldið áður. Fékk mér að borða og allt gekk sinn vanagang eins og fyrri daginn og hafði ég mig svo til smátt og smátt fyrir tónleikana. Svo var ég sótt og brunað í Borgarnes að syngja. Ef þessir tónleikar voru ekki snilld þá veit ég ekki hvað! Full kirkja og allt að gerast sko... ég skemmti mér allavega æðislega. Fór svo í Hyrnuna og svo uppí Ölver í náttfatapartý sem var samt að verða búið. Ahh nú þarf ég að hætta aðeins. Stelpurnar að koma úr brennó. Held áfram á eftir. Jæja komin aftur. Búin að borða hádegismat, fara útá stóra stein OG kaffitíminn er líka búinn . . . magnað En já það litla sem var eftir af náttfatapartýinu var fínt, stelpurnar að borða ís og hlusta á söguna af bleiku borðtenniskúlunni J fórum svo að sofa.
mæli með að allir fari inná olinn.blog.is svo hann nái fyrsta sætinu í vinsældunum á blog.is það er ekki að gera sig að hafa Unni Birnu efsta. allir inná síðuna hans Óla oft á dag og komum honum í fyrsta sætið! :D
Flokkur: Bloggar | 15.6.2006 | 12:31 (breytt kl. 13:00) | Facebook
Athugasemdir
Engin Guðbjörg á netinu loksins þegar ég kemst þangað!! Iss!!!
Heitar lummur eru sko alveg að gera sig!! Elska diskinn :)
Þjóðarblómið, 15.6.2006 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.