jebbs þá er ég komin heim og að reyna blogga í skipti númer 2. tölvan var svo æðisleg að restarta sér í miðju bloggi áðan! ohh
en allavega
vikan var dásamleg, get nú ekki sagt að þetta hafi alltaf verið algjör sæla. tók frekar á andlega þótt ég hafi nú aldrei farið að gráta samt. en ég stefni á að sækja um aftur á næsta ári :D
ég bloggaði í Word alla vikuna en ég held ég sleppi að setja það inn, allavega ekki allt í einu. kem kannski með einn dag í hverju bloggi eða svo? :p
fór uppá skaga í morgun þegar ég kom heim. fékk vinnu í skútunni og byrja þar 28 júní.
frekar mikil vinna á mér í sumar: vinn á hróa aðra hverja helgi og annan hvern miðvikudag. og í skútunni mið-fim-fös-lau og sun vikuna á móti. er semsagt aldrei í helgarfríi og einu frí dagarnir mínir eru mánudagar og þriðjudagar og annar hver fimmtudagur. ÚFF!! en ég hlít að græða á þessu :p
verð mikið hjá Söndru í sumar býst ég við svo ég geri mömmu ekki gráhærða á þessu skutli alltaf. kem kannski heim á sunnudagskvöldum og fer á miðvikudögum aftur uppá skaga eða eitthvað. kemur allt í ljós :p
Þriðjudagur 6 júníFór uppí Ölver um 11 og kom mér fyrir í risa 8 manna herbergi! Það var svoldið einmannalegt ef ég á að segja satt, en þetta herbergi var laust því það eru svo fáar stelpur í flokknum svo það var óþarfi að troða mér inní eitthvað annað herbergi með foringjunum.Og já það er ekkert netsamband hérna svo ég er bara að blogga í Word :pSvo komu stelpurnar um 3 leytið og fjörið byrjaði! Hjálpaði þeim að koma sér fyrir og svo var drekkutími og svo brennó, kvöldmatur, kvöldvaka og svo fóru allir að sofa. Ég valdi að fylgja Þóru í bænaherbergi og erum við með Hlíðarver. Er loksins að muna hvað herbergið heitir :p rugla alltaf Hlíðar og Lindaveri saman en allavega... svo sofnuðu þær á endanum og ég fór beint upp að sofa.
Athugasemdir
Töff blogg skvíz ;D Gott að þú fáir pjening :D En ekki ott að vinna sona mikið :/ En allavega töff síða :P Sjáumstummst krútz ;*
Helga (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 21:53
Nau nau komin heim :D og bara á fullu að vinna stúlka ;D dúgleg ;D en flott blogg sjáumst :*
Erla (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.