Páskafríið var æði! svaf mikið og eyddi tíma með þeim sem mér þykir vænt um!
byrjaði á að vinna í fermingu og fékk slatta af pening fyrir það. fór í barna afmæli hjá Laufeyju sætu og passaði svo þau systkinin og gott betur í þrjá daga. þó svo að ég elski þau rosa mikið þá tekur á að passa þau frá morgni og frammá dag! samt sem áður yndisleg börn ;*
skellti mér svo á æfingu á miðvikudagskvöldinu og skráði mig í keppnina. Hugmyndir að búning takk fyrir? :D
slappaði af í tvo daga og fór svo til Akureyrar til hennar Önnu stjúpmömmu. hún er æði ;*
í eyrum mér hljómar x-factor lagið Hvern einasta dag í flutningi Jógvan! *sleeeeeeeeef* greyið drengurinn að vera svona sætur ;D þetta lag kemur til með að hljóma í eyrum mínum þar til ég sofna þeing jú verí næs!
en allavega
ég fór með rútu til Blönduóss og vá þvílíkt leiðinleg ferð! steikjandi hiti, barn ælandi, gamall pirrandi maður og þreytandi gaur! þvílík skemmtun!! pabbi sótti mig á Blönduós og við fórum til Skagastrandar, kíktum á afa gæja. hann er svo yndislegur ;* brunuðum svo til Akureyrar og alla leiðina hneykslaði ég mig á skiltum sem stóðu hér og þar en engir sveitabæjir! það hneykslaði mig mjög mikið. en þá útskýrði pabbi fyrir fáfróðu stelpunni sinni að fólk getur beðið um að gera svona ef það vill vita um uppruna sinn og svona. mjög spennó ferð eða þannig
dagarnir fyrir norðan voru æði, náði að sofa mikið og rúntaði smá og skoðaði hitt og þetta. fór t.d í jólahúsið og sá húsið sem Jóhannes í Bónus er að byggja og vá þvílíkt rugl! hann ætlar ekki einu sinni að búa þarna. mér finnst þetta hús samt ekkert flott en það vantar ekki stærðina! svo er búið að malbika afleggjaran og setja ljósastaura og allt. þvílíkt rugl finnst mér!
fer svo aftur um helgina til að fylgjast með Ástu Marý og Álfheiði elskum ;* vonandi standið þið ykkur eins frábærlega og alltaf ;D
úff ég held ég fari að hætta.
eða nei
ég er komin með sumarvinnu! fékk vinnu á Dvalarheimilinu Höfða :)
núna er ég hætt, á eftir að taka allt uppúr töskunum sem ég setti í þær fyrir nokkrum klukkutímum!
ef einhver vill gera dönsku verkefni fyrir mig þá gjörðu svo vel! og líka í íslensku :p
Athugasemdir
Hvað með svartar leðurskálmar, svört skyrta + svartar gallabuxur hattur og svona vesti með silfurskrauti á...í hvaða hópum ætlaru að keppa ?? Planið er hjá mér að taka þátt í erfiðari einstaklings
Hulda (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:32
ég verð í erfiðari einstaklings hópnum.
efast um að ég finni skálmar fyrir keppnina þar sem hún nálgast óðfluga
Guðbjörg Þórunn, 10.4.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.