jebb þetta er ein af þeim fjölmörgu setningum sem ég kann utan af eftir þessa þrjá daga sem ég hef verið hjá henni Ellu minni. Er búin að horfa á Ávaxtakörfuna svona hmmm 5 sinnum, hún er líka að rúlla núna en ég nenni ekki að standa upp og slökkva. er alltof þreytt, er búin að taka til í tveimur barnaherbergjum og það er sko meira en að segja það þeing jú verí næs! get bara ekki setið aðgerðarlaus hérna, en mátti til með að blogga aðeins þar sem ég er netisslaus heima! það er að gera mig brjálaða!!
en allavega
var að vinna í fermingu á sunnudaginn, fékk slatta af pening fyrir það :D kom svo beint til Ellu og er búin að vera passa, fer svo á æfingu í kvöld. svo á morgun koma Dörrt og Gudda og ætlum við að hafa það gott :D kannski einum of gott ;) heheh. svo á laugardaginn tek ég rútu til Blönduóss og fer þaðan með pabba og Önnu til Skagastrandar til afa og svo til Akureyrar heim til Önnu. fer svo heim með pabba á mánudaginn og ætla að reyna að nota þessa daga fyrir norðan til að læra þar sem ég hef ekki verið beint dugleg í því í páskafríinu :/ þarf bara að lesa heila bók, gera dönskuverkefni og íslenskuverkefni. tekur svosem enga stund ef ég fer í það ;D
ojæja, ætla að leggja mig smá á meðan litli Magnús sefur, það tekur á að vakna hálf sjö og passa í 8 tíma á dag! en þessi börn og fjölskylda er svo sannarlega þess virði! elska ykkur í klessu ;* elska þau svo mikið að ég ætla að lána þeim bílinn minn frá og með deginum í dag og til 27 apríl! mér finnst ég ýkt góð! svo núna verður röltið tekið upp aftur ;D
verið nú duglegri að kommenta!
Athugasemdir
Ég kannast nú við þetta blessaða netleysi,, get orðið nett pirruð, þegar að netið fer bara allt í einu á föstudagskvöldi,, og þá er náttúrulega ekkert hægt að ná í þá í eMax, heldur þarf maður að bíða til mánudags.. grateee !
En hérna,, takk fyrir rúntinn gjélls.. ;* sé þig.. ;*
erla (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 03:38
ertu nýbúin að fá þér bíl ?? congrats... ég er líka búin að eyða mínu páskafríi í bókalestur og er komin með uppí háls af félagsfræði! Var með vitlausa bók til að byrja með og afrekaði að lesa réttu bókina á 5 dögum + verkefnin.
Verður nokkuð lokaball hjá ykkur þarna uppá skaga ?? do tell!! Ég væri til í að koma ef það verður... nema þið ætlið að koma í bæinn á hátíðina??
Hulda (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 19:21
það er allavega ball 21 apríl minnir mig :) 2500kr matur og ball ;D
ég kemst ekki á hátíðina sökum prófa svo ég læt keppnina duga :) það ætla samt nokkrar á hátíðina.
Guðbjörg Þórunn, 10.4.2007 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.