vá ef þessi orð björguðu ekki deginum í gær þá veit ég ekki hvað. OG þau komu frá tveimur strákum, þið eruð yndi :**
vaknaði snemma á mínum mælikvarða í dag. stillti vekjaraklukkuna á 10 því ég þurfti að gera svo margt.
kúrði samt til rúmlega 11. það var voða notalegt.
Fór á skagan að sækja Ásgeir og að kaupa nammi og kók fyrir Ölver.
Sótti svo um í FVA og er það allt afgreitt, nú bara bíða og vona að ég komist inná vistina og svona
Byrjaði svo að pakka niður, er ekki frá því að ég hafi ætlað í burtu í mánuð ef ekki meira! pakkaði sko kjól, pilsi og svörtum buxum niður. ætlaði greinilega að vera fín en svo hætti ég við pilsið og tók hitt og þetta úr svo ég gæti nú lokað! ég þarf að læra að pakka skikkanlegu magni niður!
Fór svo í sturtu og kláraði að pakka niður, geng svo almenninlega frá á morgun.
Get ekki annað sagt en að mig hlakki svolítið til að komast í burtu frá þessu venjulega. á auðvitað eftir að sakna Sirrýar og allra sem ég tala við á msn en það verður gott að komast burt! er komin með nóg af lygum og öllu því pakki.
*þúgetursjálfumþérumkennt*
Lít eiginlega á þessa viku sem ég verð að vinna í Ölveri sem sumarfríið mitt. Verð ekkert að vinna á Hróa heldur bara að gera það sem mér finnst skemmtilegt, syng líka á gospel tónleikum í borgarnesi í þessari viku og kvet ég alla til að mæta ef þetta eru ekki skemmtileg lög þá veit ég ekki hvað. þetta eru lög eins og Lean on me, I will call upon the lord, He's got the whole world og margt margt fleira.
en ég er farin á æfingu. blogga færslu á morgun til heiðurs Erlu nokkurrar Guðmundsdóttur en hún verður sweet sixteen ég man þegar þessi daguri rann upp fyrir mér, ég fann hvernig þroskinn heltist yfir mig og ég varð allt önnur manneskja. . . . DJÓK
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.