fór á skagan áðan að kaupa útskriftar föt. keypti mér krúttlegasta kjól í heimi! þið sjáið hann á morgun er ekkert smá ánægð með hann, féll gjörsamlega fyrir honum. ætlaði samt að kaupa annan sem var í Litlu búðinni en nei auðvitað var ealastin í honum svo ég má ekki vera í honum arrrg! en þessi er miklu flottari
fórum svo bara heim og ég fór að taka til í ruslakompunni minni er samt ekki búin. þarf að fara með óhrein föt framm, þurrka af og skipta um á rúminu þá er ég sátt
en ég ætti að fá orðu fyrir að hakka inná aðrar síður hakkaði mig inná síðuna hans Ívars fyrir nokkrum mánuðum og svo í gær hakkaði ég mig inná síðuna hjá Gísla bloggaði, setti mig í tengla, bjót til tengil um mig, breytti skoðunarkönnuninni og setti nýtt lúkk á síðuna. held að ég hafi aldrei séð svona fljót viðbrögð, komu strax komment. haha þetta var ekkert smá gaman
er að fara vinna á eftir fyrir Fernu sem er í einhverju ferðalagi. haha mér finnst svo gaman að kalla hana Fernu en hún heitir bara Erna. Erna Ferna í mínum huga svo ætlar Maren að vinna fyrir mig alla vaktina á morgun þannig að ég þarf ekkert að drífa mig eða neitt. get tekið deginum með ró.
svo er Gospel æfing á fimmtudaginn, hlakka svo til syng einsöng með Ástu en svo hitta tónleikarnir akkúrat á þegar ég er í Ölver en ég ætla að fá að skjótast smá og syngja á þeim og koma svo aftur Erna ætlar svo að taka fyrir mig vaktina sem ég á í þeirri viku því ég tek fyrir hana í kveld.
vinna næstu helgi og svo bara Ölver hlakka ýkt mikið til, en þið verðið hinsvegar að sörvæva því þá viku (6-13júní) kemur ekkert blogg.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.