vá ég verð bara að blogga um þetta!
kom heim áðan og þá biðu mín margir á msn, þar á meðal Sandra systir sem hafði sent mér link af frétt um barn sem fæddist með 12 fingur og 11 tær.
svo voru nokkrir búnir að blogga um þessa frétt svo ég las þau blogg og ein kona sagði þetta vera "fötlun" ég get ekki lýst reiði minni yfir því! ef ég er fötluð hvað er þá fólkið á sambýlinu og allt það? þetta er svo langt frá því að vera fötlun! fötlun er eitthvað sem ekki er hægt að laga en þetta er hægt að laga!
sjálf fæddist ég með 14 fingur í heildina og 12 tær og ekki kem ég sem frétt á mbl.is!
ég bara varð að létta þessu af mér!
og þú þessi kona ekkert ílla meint á þig þannig, fer bara mjög mikið í taugarnar á mér þegar þetta er kallað fötlun!
Fæddist með 12 fingur og 11 tær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já sniðugt hverja maður rekst á hérna á þessu bloggi, sástu ekki línudanskynninguna sem ég gerði fyrir nokkrum árum, setti þær báðar inn á bloggið, held þú sért í annarri þeirra.... sem dæmi um línudans, eða video reyndar
Hulda (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 23:02
Í fyrsta lagi þá hefðiru átt að halda þessum aukaputtum og tám, kemur sér vel til að spila á gítar og píanó og ef maður verður línudansari í hinni merkingu þess orðs, þ.e. maður sem labbar á þvottasnúru.
Í öðru lagi er rétt að skjóta því að að ég hafði nemanda hjá mér í Afríku sem var með sex putta á annarri hendi og ég leit aldrei svo á að hann væri fatlaður.
Máni bjáni (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.