ÆFINGARAKSTUR og allt brjálað að gera

jæja smá blogg áður en ég legg af stað í borg óttans í starfskynningu Svalur

 

kom heim um kvöldmat í gær eftir fínan dag. hann var samt mjög einhæfur.

Gísli sótti mig um hálf 1 og fórum við þá á skagan að taka útvarps og sjónvarpsviðtal við efsta mann Samfylkingarinnar. fórum svo í skútuna þar sem við snæddum dýrindis hamborgara Ullandi 

fórum svo og tókum viðtal við efsta mann xB, man ekki hvað sá flokkur heitir, frjálslyndir eða eitthvað en allavega tókum sjónvarpsviðtal við hann á torginu! já við stóðum útá miðju torgi og mynduðum bak og fyrir! tókum svo sjónvarpsviðtal við efsta mann Vinstri grænna,sem var önnur af tveimur konunum sem við tókum viðtal við (samsæri eða já?neidjók)  tókum svo viðtal við efsta mann xD hann Gunnar eitthvaðson. og svo loks sjónvarpsviðtal við hina konuna sem kom frá xF.  hittum þetta lið svo allt aftur til að taka útvarpsviðtöl á meðan próduserinn og upptökumaðurinn klipptu sjónvarpsviðtölin saman svo það væri hægt að senda þau uppí Efstaleiti til birtingar í Kastljósinu í gær.

soldið skrítið að horfa á þetta í sjónvarpinu þegar maður var á staðnum þegar þetta var tekið upp Ullandi

 

 

en já þétt dagskrá hjá mér:

  • fara á tvo fundi með Gísla
  • hitta Strákana á stöð 2. eitthvað viðtal eða eitthvað hjá þeim
  • skoða útvarpshúsið og sjónvarpsstjúdíóin og allt þetta batterí
  • fara vinna kl 17:30-22:00
  • beint til Söndru að gista með Guðdísi
  • starfskynning kl 06:00 á Föstudagsmorgun
  • vinna kl 17:30-21:00(vonandi ekki lengur)
  • (Klipping)
  • vinna kl 17:30-21:00

 

jebbs ok kannski ekkert svaka en samt! alveg nóg fyrir mig skomm....

 

en æfingaraksturinn minn varð löglegur í gær HlæjandiSvalur úúúúúújéééééé

mamma var svo góð að fara uppá VÍS og til sýslumans og til Sigga og allt að hún kláraði þetta bara kellan Glottandi   skellti mér því auðvitað smá rúnt í gær. fór uppá Hagamel og svo til baka.

svona hljómuðu kommentin sem ég fékk:

-Ekki fara svona hratt í beyju

-færðu þig lengra til vinstri

-Hægðu á þér (var í fkn 55)

-Bíddu róleg, við erum ekkert að drífa okkur (ætlaði að taka af stað þegar mamma var að spenna beltið)

-stoppaðu (var búin að bakka ca 5 cm og gat bakkað svona 2 metra!)

 

ómægad sko! hvernig verður þetta?!?! ég bara spyr.

ég hef farið hraðara í beyjur hjá Vidda. farið á milli 70 og 80.

ojæja, marr verður að lifa með þessu. fæ sem betur fer bílpróf eftir rúma 9 mánuði Svalur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þjóðarblómið

X-B heitir Framsókn og X-F eru frjálslyndir.

Mömmur eru hrikalega... eitthvað þegar þær eru með dætur sínar í æfingaakstri. Pabbi tók mig og systur mína í æfingaakstur (mamma var samt skráð lika) en hún fór bara með prinsinn sinn... sem er litli bróðir minn :)

Jæja... smá komment frá mér :)

Þjóðarblómið, 20.5.2006 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband