jebbsí!
fór í munnlegt enskupróf í morgun, fékk 7,5. finnst það nú ekkert svaka sko, hefði getað fengið hærra ef ég hefði ekki hikað svona. en jæja ekkert væl hér því það er svo margt skemmtilegt sem ég gerði í dag
fór í næstsíðasta ökutímann minn í dag úllala ;D fór svo beint í bæinn með mömmu. Byrjuðum á að fara í Rúmó (rúmfatalagerinn) keypti mér líka þennan dásamlega kodda hann er æði. keypti svo handklæði og eikkað til að hafa með mér á vistina. snemma að kaupa inn ég veit en þegar maður sér eitthvað töff þá kaupir maður það svo er ég heldur ekki alltaf í bænum. en allavega, keypti mér líka bleikt kert og svona disk undir það, bara kúl sko fórum svo yfir í Smáralind og þar hitti ég Þóru mína hún var í GULU deildinni ef þið sjáið litla sæta stelpu að skoða gul föt þá er það bara hún Þóra hehe ... held við höfum skoðað öll gul föt sem til voru í Smáralind sumarið greinilega komið í Þóru fórum og keyptum fleiri What Ever boli á mig hvítan og öðruvísi grænan.
röltum svo hring eftir hring þangað til það kom gat í gólfið þá fór Þóra heim fór þá með mömmu á Friday's að éta, svo komu Hafdís og Daría og við röltum eitthvað. fór svo heim um hálf 9.
fór þá að taka smá til í herberginu mínu og skipti um á rúminu og gerði ritgerð í íslensku og talaði við Þóru mína takk fyrir daginn
og já ef ykkur vantar einhvern til að tala við um Friends þá get ég gefið ykkur beint samband við Þóru hún er að tapa sér yfir Friends
Flokkur: Bloggar | 11.5.2006 | 23:43 (breytt kl. 23:48) | Facebook
Athugasemdir
Gul föt eru kúl! Á alklæðnað í gulu :) Eins og ég sagði áðan :)
Núna er ég bara að læra og taka tímann frá bókunum :)
Takk fyrir daginn litla mín :)
Þjóðarblómið, 11.5.2006 kl. 23:48
taka tímann frá bókunum já :p
Guðbjörg Þórunn, 11.5.2006 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.