fallegt =)

c_documents_and_settings_gu_bjorg_desktop_myndir_icon_icon_eyrnaslapi.gif

Ég hjálpaði honum að týna saman bækurnar og ég spurði hann hvar hann ætti heima. Þá kom í ljós að hann átti heima nálægt mér, svo ég spurði hann af hverju ég hefði aldrei séð hann fyrr. Þá sagði hann mér að hann hefði áður verið í einkaskóla. (Ég hafði aldrei verið með neinum úr einkaskóla fyrr.) Við spjölluðum alla leiðina heim og ég hjálpaði honum að halda á bókunum. Mér fannst hann vera ansi hress strákur og spurði hann hvort hann væri til í að koma með mér og vinum mínum í fótbolta á laugardaginn. Hann var sko til í það. En ekki aðeins það heldur var hann með okkur alla helgina.

Því betur sem ég og vinir mínir kynntumst honum, þess betur kunnum við við hann. Á mánudagsmorgninum hitti ég Kyle með allar bækurnar frá föstudeginum og ég gat ekki annað en gert smá grín að honum og sagði: „Þú færð örugglega svaka vöðva á að bera allar þessar bækur á hverjum degi." Hann hló og rétti mér helminginn af bókunum og við fórum í skólann. Næstu fjögur árin urðum við Kyle bestu vinir. Þegar við vorum á lokaárinu í menntaskólanum fórum við að huga að framhaldsnámi. Þá kom í ljós að hugur okkar stefndi í sitthvora áttina, og við ætluðum í sitthvorn framhaldsskólann.

Hann ætlaði að verða læknir en ég viðskiptafræðingur. Ég vissi að við myndum alltaf verða vinir. Fjarlægðin á milli skólanna myndi ekki skemma vináttu okkar. Í menntaskóla var Kyle afburðanemandi - dúx. Ég stríddi honum stundum að hann væri „nörd" en hann bara hló að því. En af því að hann var dúx þá átti hann að flytja ræðu við skólaslitin. Ég var feginn að það kom ekki í minn hlut. Á útskriftardaginn leit Kyle rosalega vel út.

Hann fílaði menntaskólann alveg í botn. Hann var töff strákur og gleraugun fóru honum vel. Hann hafði meiri séns en ég og allar stelpurnar voru yfir sig hrifnar af honum. Stundum öfundaði ég hann og á útskriftardaginn leið mér einmitt þannig. En ég tók eftir því að hann var hálfkvíðinn að flytja þessa ræðu, svo ég klappaði honum á öxlina og sagði, þú verður frábær, ekki hafa áhyggjur. Hann horfði á mig, þakklátur og brosti. Svo byrjaði hann á ræðunni:

Á útskriftardaginn er tækifæri til að þakka þeim sem hjálpuðu manni í gegnum þessi fjögur erfiðu skólaár. Til dæmis foreldrum mínum, systkinum, kennurum og ef til vill þjálfara sínum í íþróttum en fyrst og fremst vinum sínum. Ég er hér til að segja ykkur öllum, að það að vera vinur einhvers, er besta gjöf sem þú getur gefið nokkurri manneskju. Ég ætla að segja ykkur smá sögu. Ég horfði undrandi á vin minn standa þarna í púltinu á meðan hann sagði frá þeim degi er við hittumst fyrst. Þá var hann (Kyle) orðinn svo dapur og þreyttur á að eiga enga vini, og á því að smella ekki inn í vinahóp í skólanum, að hann hafði ákveðið að fyrirfara sér þessa helgi. Hann talaði um að hann hefði tekið allar bækurnar og tæmt alveg skápinn sinn til þess að mamma hans þyrfti ekki að gera það þegar hann væri dáinn. Hann horfði beint í augun á mér, brosti og sagði: „Mér var bjargað þarna, þennan dag. Vinur minn bjargaði mér frá því að fyrirfara mér."

Það fór kliður um salinn, þegar þessi myndarlegi og vinsæli ungi maður sagði okkur frá þessu viðkvæma atviki. Foreldrar hans brostu til mín, þakklætisbrosi. Það var einmitt á þeirri stundu sem ég gerði mér grein fyrir því hvað vinátta raunverulega er.

Aldrei vanmeta þann kraft sem býr í gjörðum þínum. Eitt lítið atriði (þ.e. t.d. hvernig þú bregst við í vissum aðstæðum) getur breytt lífi annarar manneskju, til góðs eða ills. Ekki vera sá sem hrindir öðrum, hrindir annarri manneskju niður í skítinn. Vertu sá sem reisir hana upp, hjálpar henni að bera erfiðleikana. Guð hefur skapað okkur fyrir hvort annað, til að hafa áhrif á hvort annað á einhvern hátt.

langaði bara að leyfa ykkur að lesa þetta Brosandi baaaara falleg saga Hlæjandi

setti eyrnaslapa fyrir þóru ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þjóðarblómið

Þetta telst nú samt ekki með.. Þýðir ekkert að stela sögum af annarra manna bloggum :)

Þjóðarblómið, 6.5.2006 kl. 10:45

2 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

hei það eru nú tvær línur neðst sem ég skrifaði ;)

Guðbjörg Þórunn, 6.5.2006 kl. 11:58

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Þú sleppur ekkert svona :) en ég ætla ekki að blogga fyrr en seinna í dag... hefur enn smá tíma til að skutla einhverju fallegu í tvö blogg :)

Þjóðarblómið, 6.5.2006 kl. 12:00

4 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

ok ;D

Guðbjörg Þórunn, 6.5.2006 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband