Ávalt skal bregðast skjótt við

þegar Lalli löggubond mætir á svæðið!

einhæfa lífið mitt er byrjað aftur:

sofa skóli læra og hanga í tölvunni . . . . fyrir utan þrif á tveimur stigagöngum einu sinni í viku út Janúar allavega. Svo hef ég eitt tíma í Breiðholtinu líka ;*  fyrir ykkur forvitnu þá kynntist ég strák sem heitir Sverrir, hann er alveg frábær strákur! erum bara að kynnast og svona.

var einmitt bara að koma heim rétt áðan eftir að hafa verið heima uppí sveit með honum. tókum tvær dvd myndir, ótrúlegt en satt var myndin sem Sverrir valdi skemmtilegri en sú sem ég valdi! en þær voru samt báðar góðar; The Decent og You, me and Dupee eða eitthvað. mæli með að þið horfið á The Decent!

skólinn er byrjaður á fullu, sem og línudansinn :D 

Mér stendur til boða að fara sem aupair til danmerkur í sumar, en þær umræður eru á byrjunarstigi svo þetta kemur allt í ljós (vá menningarlegt eða hvað?)   ég væri alveg til í að fara ef ég fengi að taka nokkra vini og mömmu með :p hehe. er soldið hrædd um að ég verði einmanna þó svo að ég verði hjá Ellu stjúpsystur og fjölskyldunni hennar. en þetta kemur í ljós bráðlega.

Mamma er hinsvegar að koma frá danmörku á föstudaginn. vona að hún kaupi eitthvað flott handa mér ;D

Svo á ég bráðum afmæli :D eins gott að allir muni hvenær það er ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pick me PICK me PICK ME !!! 28.FEBRÚAR !!! :D I KNEW IT !!!

Jáhh sjitt, þegar Lalli löggubond er kominn þá er allur varinn á sko !  ...
En heii Þú,Ég og Dupree er frekar slöpp já ! heh.. ekki alveg minn húmor :D

Erla (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 20:29

2 identicon

bloggaðu stelpa  sé þiig;*

Thelma (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband