þetta er alveg að skella á :)
var að vinna í gær eftir 4 daga frí :D ekki það að ég hafi tekið mér frí sko, átti bara helgarfrí og svo er ég bara að vinna á miðvikudögum. það var samt ekkert að gera fyrst, við vorum þrjár svo við vorum mest bara að chilla en svo fór Erna og þá komu einhverjar sendingar og þá þurfti Eva að fara með þær og þá var ég bara ein eftir! það var allt í lagi svona fyrst, en svo á sama tíma var pizza að koma útúr ofninum, 7 kallar eða eitthvað í salnum og síminn hringdi! ég ákvað að fara fyrst í salinn, neinei heltu þeir þá ekki niður kóki líka! baaahh. en ég lét það bara bíða. tók pöntun, fór og tók pizzuna úr ofninum, síminn var hættur að hringja svo ég þurfti ekki að pæla í því, gerði pöntunina og þurrkaði svo upp kókið :) er svo stolt af mér ;)
ætla svo að slappa af í dag bara. horfa á nágranna og pakka kannski aðeins meira niður :)
en listinn fer nú að verða búinnþ
-fara í klippingu og litun, á morgun
-millifæra launin mín inná Landsbanka kortið mitt
þetta með launin þarf ekkert endilega að gerast, bara betra að vera með smá inná því ef kortinu mínu yrði stolið þá er allur peningurinn minn farinn. því ég er með allt inná kb kortinu.
5 komment og þið fáið blogg! =)
Bloggar | 17.8.2006 | 11:30 (breytt kl. 11:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
jebbsídú
~"~"~
fór uppí Ölver seinni partinn í gær. það var dásamlegt. tóku allar svo vel á móti mér og líka þær sem ég hef aldrei séð áður. voru ófá knúsin sem ég fékk þegar ég kom og fór í gær :) kom reyndar á óheppilegum tíma, þær voru allar að fara í eða úr heita pottinum. en það reddaðist svosem alveg. talaði bara við starfsfólkið á meðan :) heyrði svo sögur af atburðum sumarsins, borðaði kvöldmat með starfsfólkinu og var svo með á kvöldvöku :D það var æðiiiiii, söng og trallaði sem aldrei fyrr, líkt og ég gerði þegar ég var sem stelpa í flokk :) ég hef ekkert minna gaman af þessu núna heldur en ég gerði þegar ég mætti fyrst. þetta er alltaf jafn dásamlegt. svo sótti mamma mig og ég kvaddi alla en Sólrún gleymdist víst :/ svo sorry :***
-------
fór svo á skagann í dag að verslast. keypti samlokugrill og ostaskera fyrir vistina. endurnýjaði svo skólatöskuna. keypti mér bláa puma dösku :) og blýpenna og stílabækur og svona. keypti m.a stílabók fyrir örvhenta! jebb i'm proud of it so show it! mér finnst hún samt snúa frekar asnalega en ég er örvhent svo hananú :p fór svo í Nínu og keypti mér tvö pör af skóm, *flautflaut* mamma borgaði þá en svo keypti ég einn bol, hann er grænn og stendur á honum FBI. female body inspector. svo líka vesku, rauða meira segja. mér finnst hún töff. er komin með nett ógeð af því bleika. er búin að vera með það nánast á hverjum degi eða þ.e.a.s þegar ég fer eitthvað. fórum svo bara heim og ég byrjaði aðeins að pakka fyrir vistina því ég verð að vinna um helgina.
-------
wellwell. ætla taka aðeins til hérna. herbergið mitt er eins og ég veit ekki hvað! fer svo í borgarnes á eftir :)
~"~"~
5 komment og þið fáið blogg! =)
Bloggar | 15.8.2006 | 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
er ekki frá því að ég sé komin með spennuhnút í magan :p aðeins vika í vistina :)
á eftir að gera nokkra hluti áður en skólinn byrjar:
-fara í klippingu og litun, panta tíma á eftir
-kaupa skólatösku og þannig stuff
-millifæra launin mín inná Landsbanka kortið mitt
-kaupa samlokugrill
-kaupa smá föt
-láta mér hlakka enn meira til??
jebbs, smotterí sem ég á eftir að gera, stefni á öll innkaupin um helgina sem og klippinguna.
eruði með hugmyndir um hvað ég á að gera við hárið? klippa mikið af? lítið? ljóst, dökkt, svart undir? og ég veit ekki hvað og hvað.
en útí önnur mál.
skil nú ekki hvað ég er að gera vakandi, fór að sofa uuu ég man ekki, eitthvað að verða 5 held ég. öss. er nú samt bara í gúddí fíling að hlusta á Dont stop me now með Queen! :p Jóhann sendi mér það um daginn, það er gebbað töff lag :p
hei já! ég steingleymdi að segja ykkur merkan viðburð í lífi mínu! þegar ég byrjaði að skúra á hróa þá þurfti ég líka að setja í þvottavélar og þurrkara og svona. en gallinn var sá að ég kunni það ekki baun. mér fannst t.d ekkert athyglisvert að setja gólfmoppur og tuskur og viskastykki saman í vél :) en ég var leiðrétt um það. en ég setti semsagt í mína fyrstu vél um daginn :D merkilegt nokk.
ég djúpsteikti líka fisk í fyrsta sinn í vinnunni á föstudaginn. þannig var þetta að Maren þurfti að fara í próf og þá var ég bara ein og það komu útlendingar og vildu fisk og hamborgara. ég bað nú bara Guð um að hjálpa mér. hvernig í ósköpunum átti ég að geta djúpsteikt fisk og steikt hamborgara og franskar í einu? en ég var auðvitað skynsöm eins og alltaf og byrjaði á fisknum, svo hamborgurunum og svo frönskunum :p og þetta heppnaðist bara mjög vel :p ég er mjög stolt af mér eftir þessar lífsreynslur tvær :p
jæja, er þetta ekki bara komið gott? :p
5 komment og þið fáið blogg! =)
Bloggar | 14.8.2006 | 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
ójáááá!!! ég er hætt að skúra á hróa :D hell yeahh!!
ég get ekki sagt það hversu ánægð ég er sko, var að verða nett brjáluð á þessu sko. ég kvarta svosem ekki þegar ég fæ launin ;)
en já eftir vinnu í gær þá fór ég bra og sótti dótið mitt og fór svo heim og svo í borgarnes, og er þar núna og fer heim á morgun.
og já eitt, ég kemst bara inn á staði þar sem er 18 ára aldurstakmark ef ég er í flegnum bol! fórum á dússabar í gær en neeeei ég var rekin út, pottþétt því ég var í hettupeysu :p haha.
hugshugs
10 dagar í að við flytjum Erla! :D ég get ekki beðið sko :D:D þetta verður svo gaman :p
en ef þið pælið í því hvað er stutt síðan við byrjuðum í skóla, mér finnst svo stutt síðan ég byrjaði í heiðarskóla og þekkti ekki neinn :p haha það var spes :p
en já. veit ekki hvað ég á að segja meira. blogga bra þegar ég kem heim eða eitthvað, veit aldrei hvað ég á að blogga um þegar ég er í þessu blessaða borgarnesi :p
5 komment og þið fáið blogg! =)
Bloggar | 12.8.2006 | 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
bara farið að reka á eftir manni að blogga ha? þú ert nú ekki búinn að blogga síðan í júlí ;)
en já Björg, msnið mitt er gubba90@hotmail.com ;)
fór heim áðan því mamma á afmæli í dag, gaf henni hring og ilmvatn og kellan var bra mjög ánægð með það :p kom svo aftur heim til Gerðu vinkonu mömmu áðan, en fer svo alveg heim á morgun. jebbs síðasti skúridagurinn er á morgun :D vaaaá hvað ég get ekki beðið, eftir ca 17 tíma verð ég komin í 4 daga frí :D újééééééééé
ég fer nú samt strax í borgarnes býst ég við. loksinns komin í helgarfrí og Gísli líka svo ég eyði helginni í borgarnesi eða eitthvað. amk með Gísla :)
fékk launaseðilinn minn í gær, fékk 101 þúsund í júli ! ! ! :D fékk 30 þúsund útborgað um miðjan mánuðinn og svo 65 þúsund núna um mánaðamótin síðustu, svo var 5 þúsund kall tekinn af mér í lífeyrissjóð og eitthvað þannig. ég á þessi laun nú alveg skilið finnst mér. er búin að vinna á hverjum einasta degi í 2 og hálfa viku. byrjaði á miðvikudaginn 27 júlí held ég og er búinn að vera vinna dag eftir dag síðan, uppí 11 tíma á dag. horfði stolt á stimpil kortið mitt í morgun, stimplað í alla reiti og tvöfalt á mið og föstudögum geri aðrir betur ;)
jæja, ég nenni ómögulega að finna meira till að blogga um
5 komment og þið fáið blogg! =)
Bloggar | 10.8.2006 | 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
jájá ég er víst búin að vinna svo eins gott að blogga :p
það var bara fínt í vinnunni, ekki of mikið að gera því það var ekki hlaðborð og þurfti ekki að senda mat uppá Grundartanga, svo það var aðeins rólegra.
djúpsteikingar potturinn var samt á móti mér í morgun, hann var endalaust stíflaður og tók hann tæpan klukkutíma að tæmast! sem tekur vanalega svona hmm korter. svo á meðan það lak úr honum skúraði ég og þreif pönnuna.
er núna að deyja úr þreytu, var alltaf að vakna í nótt svona loksinns þegar ég sofnaði, það tók mig margar aldir.
ætla bara að leggja mig á eftir og fara svo í sturtu og malla mér svo eitthvað til að éta. gott plan ha? jámm held það.
15 dagar í að ég standi nokkurnvegin á eigin fótum með henni Erlu minni. vá þetta verður spennandi og gaman ;D ræktin verður stunduð hægri vinstri ;)
jæja, er alveg að sofna hérna.
5 komment og þið fáið blogg! =)
Bloggar | 7.8.2006 | 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
haldiði að ég hafi ekki skorið mig all hressilega á puttanum á föstudaginn? var að fara út með ruslið og ýtti undir einn pokann og þá heyri ég svona rífi hljóð og kippi hendinni frá og þá byrjar strax að fossblæða. hljóp inn og setti plástur en það blæddi bara í gegnum hann! og það hætti ekki að blæða fyrr en um nóttina. og mér er enþá íllt í puttanum!
verð að drífa mig, vinnan byrjar eftir 22 min.
takið sem ég fékk í bakið um daginn segir verulega til sín, hélt ég dræpist í gærkvöldi þegar ég stóð uppúr sófanum! afhverju þarf alltaf allt að koma fyrir mig?!? arrg.
jæja, blogga betur þegar ég er búin að vinna.
Bloggar | 7.8.2006 | 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)