Prófin að byrja

og ég hef aldrei á ævinni verið með jafn boring próftöflu! en allvega....

komin með örugga vinnu í sumar hvort sem það verður á Höfða eða Mosfellsbakaríi. Þeir í bakaríinu eru að ræða málin og tékka hvort ég geti bara ekki byrjað strax því þá er ég búin fyrr með  námið :D ohh þetta verður yndislegt!

svo ég bíð eftir hringingu ;D

held ég bloggi ekki mikið í sumar, því eins og Guðdís sagði: Sumarið er tíminn! ég ætla að nota sumarið í að gera eitthvað skemmtilegt en ekki bara hanga inni og gera ekki neitt! er komin með nóg af því! verð líka vonandi mikið að passa svo ég verði nú rík eftir sumarið :D

læt þetta duga í bili og við heyrumst í haust eða sumar eða kannski bara um. . . jólin! :D ekki nema rúmir 7 mánuðir í þau ;D


Gleðilegt sumar og allt það!

ætla að henda nokkrum línum hérna inn áður en ég fer í skólan!

dagarnir hlaupa frá mér eins og ég veit ekki hvað! ég þyrfti helst svona 15 dagar eftir að skólinn er búinn og þar til prófin byrja til að lesa! ég ræð engan veginn við þetta!

er að fara keppa í miðjum prófum og mig langar mest bara til að hætta við það! en svona er þetta!

minni svefn til 10 maí ætti að redda þessu, nema stærðfræðinni. ég er að skíta uppá bak í henni! Máni afhverju geturu ekki verið hérna alla daga?! :p

litun og klipping á föstudaginn! i'm going for blond held ég! jebb ótrúlegt en satt þá ætla ég að prufa það held ég.

vistarkeilan var í gær! þvílíkt fjör! var neðst í mínu liði en ekki neðst af öllum samt, Siggi óskar fékk þann heiður. daginn þar á undan fórum við Dörrt á Because you said so eða eitthvað þannig. hún var mjög góð.

en ég þarf að drífa mig í skólann! fátt skemmtilegra en Enska með Ævari ;D ég held að ég sé lang öruggust með hana og uppeldisfræðina. held að það sé líka útaf því hversu kennararnir eru skemmtilegir!

say no more!

blelli


Söngkeppni, æfingar og ljósabekkir

var að koma af Akureyri. fór á söngkeppnina í gær og þrátt fyrir að FVA vann ekkert þá var þetta gott hjá þeim ;* en ég verð þó að vera hreinskilin og held og vona að það fari ekki fyrir brjóstið á stelpunum en mér fannst þær standa sig betur í forkeppninni. núna voru auðvitað miklu fleiri bæði áhorfendur og keppendur. en þetta var samt sem áður mjög skemmtilegt og frábært hjá ykkur ;*

ballið var mjög skemmtilegt en fór samt kl 3 sökum þreytu. vaknaði svo ýkt úldin í morgun til að fara með rútunni.

núna styttist óðfluga í keppnina og æfingarnar eru því mun fleiri. er að fara á æfingu núna eftir smá. ég þarf samt að finna búning! ætli það endi ekki með að ég verði í einhverjum gömlum tuskum! hugsa það. er annars mjög spennt fyrir þessu :)

er aðeins að ljósast núna, fór tvisvar í síðustu viku og ætli það verði ekki eitthvað svipað í þessari viku.. aðeins að ná sér í smá lit svo ég verði nú ekki eins og albinói :p

gæti sagt svo miklu meira en ætla að koma mér á æfingu.

 


Páskafríið búið og alvaran tekin við, þó bara í stuttan tíma!

Páskafríið var æði! svaf mikið og eyddi tíma með þeim sem mér þykir vænt um!

byrjaði á að vinna í fermingu og fékk slatta af pening fyrir það. fór í barna afmæli hjá Laufeyju sætu og passaði svo þau systkinin og gott betur í þrjá daga. þó svo að ég elski þau rosa mikið þá tekur á að passa þau frá morgni og frammá dag! samt sem áður yndisleg börn ;*

skellti mér svo á æfingu á miðvikudagskvöldinu og skráði mig í keppnina. Hugmyndir að búning takk fyrir? :D

slappaði af í tvo daga og fór svo til Akureyrar til hennar Önnu stjúpmömmu. hún er æði ;*

í eyrum mér hljómar x-factor lagið Hvern einasta dag í flutningi Jógvan! *sleeeeeeeeef* greyið drengurinn að vera svona sætur ;D þetta lag kemur til með að hljóma í eyrum mínum þar til ég sofna þeing jú verí næs!

en allavega

ég fór með rútu til Blönduóss og vá þvílíkt leiðinleg ferð! steikjandi hiti, barn ælandi, gamall pirrandi maður og þreytandi gaur! þvílík skemmtun!! pabbi sótti mig á Blönduós og við fórum til Skagastrandar, kíktum á afa gæja. hann er svo yndislegur ;* brunuðum svo til Akureyrar og alla leiðina hneykslaði ég mig á skiltum sem stóðu hér og þar en engir sveitabæjir! það hneykslaði mig mjög mikið. en þá útskýrði pabbi fyrir fáfróðu stelpunni sinni að fólk getur beðið um að gera svona ef það vill vita um uppruna sinn og svona. mjög spennó ferð eða þannig

dagarnir fyrir norðan voru æði, náði að sofa mikið og rúntaði smá og skoðaði hitt og þetta. fór t.d í jólahúsið og sá húsið sem Jóhannes í Bónus er að byggja og vá þvílíkt rugl! hann ætlar ekki einu sinni að búa þarna. mér finnst þetta hús samt ekkert flott en það vantar ekki stærðina! svo er búið að malbika afleggjaran og setja ljósastaura og allt. þvílíkt rugl finnst mér!

fer svo aftur um helgina til að fylgjast með Ástu Marý og Álfheiði elskum ;* vonandi standið þið ykkur eins frábærlega og alltaf ;D

úff ég held ég fari að hætta.

eða nei

ég er komin með sumarvinnu! fékk vinnu á Dvalarheimilinu Höfða :)

núna er ég hætt, á eftir að taka allt uppúr töskunum sem ég setti í þær fyrir nokkrum klukkutímum!

ef einhver vill gera dönsku verkefni fyrir mig þá gjörðu svo vel! og líka í íslensku :p

 


Þú ert ekki ein af okkur, ert í laginu eins og sokkur!

jebb þetta er ein af þeim fjölmörgu setningum sem ég kann utan af eftir þessa þrjá daga sem ég hef verið hjá henni Ellu minni. Er búin að horfa á Ávaxtakörfuna svona hmmm 5 sinnum, hún er líka að rúlla núna en ég nenni ekki að standa upp og slökkva. er alltof þreytt, er búin að taka til í tveimur barnaherbergjum og það er sko meira en að segja það þeing jú verí næs! get bara ekki setið aðgerðarlaus hérna, en mátti til með að blogga aðeins þar sem ég er netisslaus heima! það er að gera mig brjálaða!!

en allavega

var að vinna í fermingu á sunnudaginn, fékk slatta af pening fyrir það :D kom svo beint til Ellu og er búin að vera passa, fer svo á æfingu í kvöld. svo á morgun koma Dörrt og Gudda og ætlum við að hafa það gott :D kannski einum of gott ;) heheh. svo á laugardaginn tek ég rútu til Blönduóss og fer þaðan með pabba og Önnu til Skagastrandar til afa og svo til Akureyrar heim til Önnu. fer svo heim með pabba á mánudaginn og ætla að reyna að nota þessa daga fyrir norðan til að læra þar sem ég hef ekki verið beint dugleg í því í páskafríinu :/ þarf bara að lesa heila bók, gera dönskuverkefni og íslenskuverkefni. tekur svosem enga stund ef ég fer í það ;D

ojæja, ætla að leggja mig smá á meðan litli Magnús sefur, það tekur á að vakna hálf sjö og passa í 8 tíma á dag! en þessi börn og fjölskylda er svo sannarlega þess virði! elska ykkur í klessu ;* elska þau svo mikið að ég ætla að lána þeim bílinn minn frá og með deginum í dag og til 27 apríl! mér finnst ég ýkt góð! svo núna verður röltið tekið upp aftur ;D

verið nú duglegri að kommenta!


Til hamingju elsku besta Dagbjört mín =*

jebbs henni tókst að fylla sautján árin þessari elsku! :D 

ég ætla að gefa henni rosa skæs pakka ;D hlakka til að sjá hana þegar hún opnar hann! :D

annars er að koma páskafrí! :D :D :D :D :D :D   get ekki beðið eftir að þessi dagur er búinn! fer reyndar bara í þrjá tíma :p fer svo með bílinn í smur, sæki Andra Pál, næ í ný spil fyrir ömmu og fer að kíkja hvar fermingarveislan er sem ég er að fara vinna í á sunnudaginn.

ENN!

á miðvikudaginn skellti ég mér á tónleika og það er ekki frásögu færandi nema það að þeir voru með honum Sir Cliff Richard! :p ég hef aldrei verið neinn aðdáandi en ég skemmti mér konunglega. fór bara með mömmu því henni langaði svo, svo ég sagði henni að kaupa miða og að ég færi bara með henni :D 

fór líka í kringluna og keypti mér tvo boli. annar er grár og svartur og opinn í bakið og hinn er ljósblár síður hlírabolur, bara töff. Svo hitti ég líka Ástu mömmu hans Gísla ;) hún er súper.

yfir páskana ætla ég að hafa það notalegt uppí sveit og líka á Akureyri hjá kærustunni hans pabba. fer svo aftur á Akureyri 14 apríl þegar Ásta og Álfheiður elskur taka þátt í söngvakeppninni ;*  ákvað að fara bara með rútu því ég veit ekkert hvernig veður verður eða neitt.

tíminn líður skólinn bíður . . . . ekki.

svo ég þarf að fara bursta tennurnar og koma mér yfir götuna.

kommentið elskur ;*


Ég er komin með bílpróf :D

jahá að skrifa titilinn tók mig ca korter því ég er að horfa á KF nörd :p en jæja það eru auglýsingar svo ég ætla að skrifa eitthvað.

eins og titillinn segir þá er ég komin með bílpróf :D reyndar 20 dögum seinna en ég varð 17 ára en betra er seint en aldrei ;)

svo auðvitað hef ég rúntað út í eitt síðan ég fékk prófið :p hevý fjör (Y)

annars er skólinn bara nr eitt tvö og þrjú þessa dagana þar sem önnin fer að klárast :D get ekki beðið. svo er auðvitað liðveislan og línudansinn :D fer að koma að keppni og alles, einhverjar hugmyndir að búning?

æ úff ég nenni ekki að blogga. er svo sokkin í sjónvarpið :p blogga þegar mér leiðist ;D

tjá ;*


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband